Pínulítið eins og Kiljan í Vesturheimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 16:45 "Ragnheiður á alveg jafn mikið í þáttunum og ég þótt ég verði á skjánum,“ segir Egill sem hér er með Ragnheiði Thorsteinsson. Fréttablaðið/GVA „Við erum með gott efni um íslensku vesturfarana í máli og myndum. Bæði efni sem við tókum upp sjálf og gamlar ljósmyndir og kvikmyndir sem við höfum fundið. Mest tengist það sögunni, bókmenntunum og blaðaútgáfunni. Ég held þetta sé saga sem ekki hefur verið rakin í sjónvarpinu áður. Pínulítið eins og Kiljan í Vesturheimi,“ segir Egill Helgason um nýja tíu þátta röð, sem hefur göngu sína í sjónvarpinu á RÚV á sunnudagskvöld og verður á dagskrá vikulega fram í október. Egill fór vestur um haf í fyrra ásamt Ragnheiði Thorsteinsson upptökustjóra og Jóni Víðis tökumanni. „Við tókum upp efni í Nýja-Íslandi, í Winnepeg, Norður-Dakóta og Alberta, líka á vesturströndinni, bæði Bandaríkja- og Kanadamegin. Hittum margt áhugavert fólk, flest af því eldra fólk, einkum eldri konur. Sú elsta sem við töluðum við var 104 ára. Það er enn fólk þarna sem talar klingjandi fallega íslensku, þó það hafi bara einu sinni á ævinni komið til Íslands. Sumir tala eiginlega 19. aldar íslensku.“ Egill segir Vestur-Íslendingana hafa lifað ríku menningarlífi. „Fólk fór með mikið af bókum með sér og svo voru þarna skáld og rithöfundar innan hópsins.Egill og Jón Víðis Hauksson myndatökumaður í Kanada.Mynd/Úr einkasafniUm aldamótin 1900 var sterkasta menningarsamfélag Íslendinga ekki á Íslandi heldur í Winnepeg. Þar var mikil bóka - og blaðaútgáfa og blómlegt menningarstarf. Íslendingarnir rifust líka óskaplega mikið innbyrðis um alla hluti á prenti. Voru varla komnir út þegar þeir fóru að rífast gegnum blöð. Trúmál ollu klofningi og þeir rifust um þátttökuna í fyrri heimsstyrjöldinni. Það hefur ekki mikið verið sagt frá því en það voru um eitt þúsund Íslendingar sem börðust í kanadíska hernum og á annað hundrað íslenskir strákar sem féllu, sumir fæddir á Íslandi og aðrir af annarri kynslóð innflytjenda þar.“ Meðal þeirra sem Egill náði sambandi við var 94 ára kona sem átti ömmu og afa í fyrsta hópnum sem fór út 1875. „Þetta er síðasta kynslóðin sem man eitthvað að ráði um Ísland,“ segir hann og bætir við. „Sagan er dramatísk. Fólk lenti í hrakningum og átti erfitt fyrst en svo hafði það það betra en búa við hokur á heiðarbýlum og ýmiss konar kúgun hér heima þannig að eftir fyrstu erfiðleikana reyndist það góð ákvörðun fyrir flesta að hafa farið.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum með gott efni um íslensku vesturfarana í máli og myndum. Bæði efni sem við tókum upp sjálf og gamlar ljósmyndir og kvikmyndir sem við höfum fundið. Mest tengist það sögunni, bókmenntunum og blaðaútgáfunni. Ég held þetta sé saga sem ekki hefur verið rakin í sjónvarpinu áður. Pínulítið eins og Kiljan í Vesturheimi,“ segir Egill Helgason um nýja tíu þátta röð, sem hefur göngu sína í sjónvarpinu á RÚV á sunnudagskvöld og verður á dagskrá vikulega fram í október. Egill fór vestur um haf í fyrra ásamt Ragnheiði Thorsteinsson upptökustjóra og Jóni Víðis tökumanni. „Við tókum upp efni í Nýja-Íslandi, í Winnepeg, Norður-Dakóta og Alberta, líka á vesturströndinni, bæði Bandaríkja- og Kanadamegin. Hittum margt áhugavert fólk, flest af því eldra fólk, einkum eldri konur. Sú elsta sem við töluðum við var 104 ára. Það er enn fólk þarna sem talar klingjandi fallega íslensku, þó það hafi bara einu sinni á ævinni komið til Íslands. Sumir tala eiginlega 19. aldar íslensku.“ Egill segir Vestur-Íslendingana hafa lifað ríku menningarlífi. „Fólk fór með mikið af bókum með sér og svo voru þarna skáld og rithöfundar innan hópsins.Egill og Jón Víðis Hauksson myndatökumaður í Kanada.Mynd/Úr einkasafniUm aldamótin 1900 var sterkasta menningarsamfélag Íslendinga ekki á Íslandi heldur í Winnepeg. Þar var mikil bóka - og blaðaútgáfa og blómlegt menningarstarf. Íslendingarnir rifust líka óskaplega mikið innbyrðis um alla hluti á prenti. Voru varla komnir út þegar þeir fóru að rífast gegnum blöð. Trúmál ollu klofningi og þeir rifust um þátttökuna í fyrri heimsstyrjöldinni. Það hefur ekki mikið verið sagt frá því en það voru um eitt þúsund Íslendingar sem börðust í kanadíska hernum og á annað hundrað íslenskir strákar sem féllu, sumir fæddir á Íslandi og aðrir af annarri kynslóð innflytjenda þar.“ Meðal þeirra sem Egill náði sambandi við var 94 ára kona sem átti ömmu og afa í fyrsta hópnum sem fór út 1875. „Þetta er síðasta kynslóðin sem man eitthvað að ráði um Ísland,“ segir hann og bætir við. „Sagan er dramatísk. Fólk lenti í hrakningum og átti erfitt fyrst en svo hafði það það betra en búa við hokur á heiðarbýlum og ýmiss konar kúgun hér heima þannig að eftir fyrstu erfiðleikana reyndist það góð ákvörðun fyrir flesta að hafa farið.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira