Rússnesk rómantík í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 13:00 Simfóníuhljómsveit Toronto. Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Simfóníuhljómsveit Toronto hefur leik í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.30, undir stjórn hins kanadíska Peters Oundjian. Með sveitinni er fiðlusnillingurinn James Ehnes, sem hefur leikið í bestu tónleikasölum heims með mörgum virtustu hljómsveitum og stjórnendum sem völ er á og fengið góða dóma. Rússnesk rómantík einkennir dagskrá hljómsveitarinnar á tónleikunum í Hörpu. Þar eru sinfónískir dansar op. 45 eftir Rakkmaninoff meðal verka og Ehnes mun leika hinn sívinsæla fiðlukonsert Tsjaíkovskís. Toronto Symphony Orchestra þykir vera úrvalshljómsveit. Hún var stofnuð árið 1922 og hefur vaxið mikið undir stjórn Peters Oundjian sem nú hefur haldið um tónsprota hennar í tíu ár. Því er hljómsveitin að fagna með tónleikaferðalagi um Evrópu nú í ágúst en tónleikarnir í Hörpu eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Fyrstu tónleikarnir í þeirri ferð voru í Vín í Austurríki, þaðan hélt sveitin til Wiesbaden í Þýskalandi og áfram til Amsterdam í Hollandi. Hingað kemur hún frá Finnlandi, þar sem hún spilar í Helsinki Music Centre í kvöld. Einleikarar úr sveitinni koma fram á Menningarnæturkvöldi 23. ágúst milli klukkan 19.30 og 21.30 í Norðurljósasal Hörpu og gefa gestum forsmekkinn að því sem koma skal kvöldið eftir. Vestur-Íslendingurinn Pearl Pálmason (1915-2006) fiðluleikari lék með Toronto Symphony Orchestra frá 1941 til 1981. Hún var um tíma aðstoðarkonsertmeistari sveitarinnar og hljóp iðulega í skarðið í forföllum konsertmeistarans. Pearl var dóttir íslenskra innflytjenda í Winnipeg. Foreldrar hennar voru Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borgarfirði og Sveinn Pálmason frá Ysta-Gili í Langadal í Húnaþingi. Pearl lærði ung á fiðlu og átti glæstan feril í tónlistinni. Hún hélt tvenna tónleika í Gamla bíói árið 1938 við góðar undirtektir. Undirleikari var Árni Kristjánsson. Hún lék með Canadian Opera Symphony í Toronto frá 1981 til 1985 og árið 1987 varð hún konsertmeistari Oakville Symphony Orchestra, þá 71 árs.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira