Sigurður Gumundsson myndlistarmaður afhenti nýlega Þjóðskjalasafni Íslands filmur ljósmyndaverka sinna.
Verkin vann hann á árunum 1970 til 1982 og eiga þau samheitið Situations. Þau hafa verið sýnd um allan heim og eru mörg í eigu listasafna bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.
Á undanförnum fjórum árum hefur verið unnið að endurskráningu og vinnslu myndanna.
Heildarútgáfa af ljósmyndaverkum Sigurðar er væntanleg frá Crymogeu í október 2014.
Í ævarandi varðveislu
