Bændamálastjórar, ekki meir Þórólfur Matthíasson skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Bændasamtökin, með dyggum stuðningi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár.Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kindabændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bændaráðuneytis. Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll.Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beikon upp af markaðnum. Vegna beingreiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni.Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurframleiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Bændasamtökin, með dyggum stuðningi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár.Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kindabændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bændaráðuneytis. Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll.Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beikon upp af markaðnum. Vegna beingreiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni.Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurframleiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar