Hafa ekki sungið saman í hartnær fjörutíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:30 Systurnar Janis Carol og Linda Walker syngja á Litlu jazzhátíðinni í Hafnarfirði á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis. Ísland Got Talent Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Við ætlum að flytja alls konar góða standarda úr djasssögunni og segja sögur við hæfi. Það eru að verða 40 ár síðan við sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1975, segir Janis Carol söngkona, en hún og systir hennar, Linda Walker, halda tónleika saman í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudaginn. „Við ólumst upp í Hafnarfirði og því er Bæjarbíó tilvalinn staður fyrir okkur, enda köllum við okkur Fjarðarsystur,“ útskýrir hún. „Með okkur spila frábærir hljóðfæraleikarar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Andres Thor á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þar að auki hef ég beðið litla dótturdóttur mína, Hafdísi Jönu, að syngja með okkur, hún kom fram í Ísland Got Talent síðastliðið vor. Þetta verður notaleg kvöldstund í þægilegu umhverfi.“ Systurnar Janis og Linda ólust upp á Íslandi að miklu leyti og voru báðar vinsælar söngkonur hér á sjöunda og áttunda áratugnum, bæði á sviði poppsins og dixílandtónlistar. „Við komum fram með köppum eins og Guðmundi Steingríms, Árna Ísleifs, Gunnari Ormslev, Reyni Jónasar og Guðmundi Ingólfs,“ rifjar Janis upp. Hún kveðst líka hafa tekið þátt í söngleikjunum Hárinu í Glaumbæ og Súperstar í Austurbæ. Þeim síðarnefnda með Pálma Gunnars, Herberti og fleiri stjörnum. Leið systranna lá héðan til Englands. Þar tók Janis þátt í söngleikjum á West End, svo sem Evítu og Jesus Crist Superstar, auk þess sem hún söng aðalhlutverkið í Cats. Í mörg ár bjó hún í Bandaríkjunum en nú eru þær báðar að flytja hingað heim. „Ég er að festa kaup á íbúð en Linda ætlar að taka þann pakka á næsta ári. Ég er búin að koma fram á tvennum tónleikum á Rosenberg og Linda hefur sungið á blúshátíðum,“ segir Janis. „Við sungum ekkert í tuttugu ár en erum byrjaðar aftur og í þetta skipti saman." Úr Helgarpóstinum 20.10. 1983 Íslenska söngkonan JanisCarol er að verða ein helsla stjarnan á söngleikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Nielsson, hefur nú tekið við aðalhlutverkinu í nýjasta söngleik Andrews Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðalhlutverkið í sýningunni, sem heitir Song and Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis.
Ísland Got Talent Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira