Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísindaráð Almannavarna hefur komið reglulega saman um helgina til þess að fara yfir stöðuna. Flogið var að skjálftasvæðinu í gær til að setja þar niður mælitæki til þess að hægt væri að gera ítarlegri mælingar. Vísir/Baldur Hrafnkell Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira