Fengu verðlaun fyrir framúrskarandi söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 13:00 "Við erum hress hópur, glaður og samstilltur,“ segir Helena Marta sem hér er lengst til hægri. „Þetta er heljarinnar prógramm, fullt af erfiðum og flottum lögum,“ segir Helena Marta Stefánsdóttir, einn félaga í Melodiu, kammerkór Áskirkju, um dagskrá tónleika í Háteigskirkju annað kvöld, þriðjudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Melodia söng í nýafstaðinni Bela Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut 2. verðlaun fyrir ásamt tékkneskum kór. Báðir náðu kórarnir þeim stigafjölda sem þarf til að hreppa 1. verðlaun en samkvæmt reglum keppninnar er ekki mögulegt að deila fyrsta sæti og var því sleppt. „Það var mikil ánægja með okkur,“ segir Helena Marta. „Melodia var einn af fimm kórum af fjórtán sem var valinn til að syngja í Grand Prix-hluta keppninnar, það var í raun undankeppni fyrir stóra Grand Prix-keppni á næsta ári.“ Ekki nóg með þessa upphefð heldur fékk Melodia, einn kóra, sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sömdu eftir 2009. „Stefnan í keppninni er sú að taka einungis fyrir lög sem samin eru eftir dánardægur Bela Bartók árið 1945, sem þýðir að efnið var að mestu eftir núlifandi tónskáld,“ lýsir Helena Marta. „Við tókum íslensk lög. Svo þurftum við að syngja skyldustykki á ungversku, það gekk ágætlega enda höfum við æft okkur frá áramótum.“ Melodia er sextán manna kór og honum stjórnar Magnús Ragnarsson. Helena segir kórinn hafa verið þann fámennasta í keppninni úti. „En við erum hress hópur, glaður og samstilltur og þessi ferð var ótrúlega skemmtileg upplifun.“ Hinum glæsilega árangri ætlar Melodia að fylgja eftir með tónleikunum í Háteigskirkju annað kvöld sem verða þeir einu af þessu tilefni. Þeir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er heljarinnar prógramm, fullt af erfiðum og flottum lögum,“ segir Helena Marta Stefánsdóttir, einn félaga í Melodiu, kammerkór Áskirkju, um dagskrá tónleika í Háteigskirkju annað kvöld, þriðjudagskvöld. Þar verða flutt lög sem Melodia söng í nýafstaðinni Bela Bartók-kórakeppni í Ungverjalandi og hlaut 2. verðlaun fyrir ásamt tékkneskum kór. Báðir náðu kórarnir þeim stigafjölda sem þarf til að hreppa 1. verðlaun en samkvæmt reglum keppninnar er ekki mögulegt að deila fyrsta sæti og var því sleppt. „Það var mikil ánægja með okkur,“ segir Helena Marta. „Melodia var einn af fimm kórum af fjórtán sem var valinn til að syngja í Grand Prix-hluta keppninnar, það var í raun undankeppni fyrir stóra Grand Prix-keppni á næsta ári.“ Ekki nóg með þessa upphefð heldur fékk Melodia, einn kóra, sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sömdu eftir 2009. „Stefnan í keppninni er sú að taka einungis fyrir lög sem samin eru eftir dánardægur Bela Bartók árið 1945, sem þýðir að efnið var að mestu eftir núlifandi tónskáld,“ lýsir Helena Marta. „Við tókum íslensk lög. Svo þurftum við að syngja skyldustykki á ungversku, það gekk ágætlega enda höfum við æft okkur frá áramótum.“ Melodia er sextán manna kór og honum stjórnar Magnús Ragnarsson. Helena segir kórinn hafa verið þann fámennasta í keppninni úti. „En við erum hress hópur, glaður og samstilltur og þessi ferð var ótrúlega skemmtileg upplifun.“ Hinum glæsilega árangri ætlar Melodia að fylgja eftir með tónleikunum í Háteigskirkju annað kvöld sem verða þeir einu af þessu tilefni. Þeir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira