Takk fyrir stuðninginn Haraldur Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2014 08:00 Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar