Til hamingju með daginn! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar