Logi hélt upp á 100 leikja tímamótin sín með sögulegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 09:00 Logi Gunnarsson blómstraði í tímamótaleiknum. Mynd/KKÍ Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Logi Gunnarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið vann fjórtán stiga sigur á Lúxemborg í æfingaleik í fyrrakvöld. Logi hafði svo sannarlega tilefni til að brosa út að eyrum eftir leikinn því hann hélt upp á tímamótin sín með sögulegum hætti. Logi sker sig nefnilega úr á meðal þeirra tólf sem hafa komist í hundrað leikja klúbbinn en enginn þeirra hefur bæði verið stigahæstur og fagnað sigri í hundraðasta landsleiknum sínum. Logi varð fjórði leikmaðurinn sem nær því að verða stigahæstur í sínum hundraðasta landsleik en því náðu einnig þeir Valur Ingimundarson, Guðmundur Bragason og Falur Harðarson. Þeir náðu því hins vegar allir í tapleik. Jón Sigurðsson varð fyrsti meðlimur klúbbsins í ársbyrjun 1982 en 23 stigin hans dugðu aðeins til að verða þriðji stigahæstur í 21 stigs sigri á Portúgal í Laugardalshöllinni. Logi Gunnarsson er í fjórða sæti yfir flest stig í hundraðasta landsleiknum á eftir Vali Ingimundarsyni (24 stig – 14.5 maí 1989), Jóni Sigurðssyni (23 – 6. janúar 1982) og Teiti Örlygssyni (22 – 19. maí 1997) og aðeins Herbert Arnarson hefur sett niður fleiri þrista í slíkum tímamótaleik en Logi skoraði fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Logi hefur ekki skorað meira í landsleik síðan sumarið 2011 eða í síðustu tuttugu landsleikjum sínum og hafði aðeins skorað samtals 20 stig í síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Peters Öqvist. Logi fann sig hins vegar mjög vel í fyrsta leiknum undir stjórn Craigs Pedersen og vonandi verður framhald á því en Ísland mætir Lúxemborg aftur í æfingaleik í dag.Stigahæstir í 100. landsleiknum Valur Ingimundarson - 14.5.1989 í tapi á móti Ungverjalandi (24 stig) Guðmundur Bragason - 23.5.1995 í tapi á móti Sviss (16 stig) Falur Harðarson - 1.12.1999 í tapi á móti Slóveníu (16 stig) Logi Gunnarsson - 31.7.2014 í sigri á móti Lúxemborg (19 stig)Flest stig í hundraðasta landsleiknum 24 - Valur Ingimundarson 23 - Jón Sigurðsson 22 - Teitur Örlygsson 19 - Logi Gunnarsson 17 - Torfi Magnússon 17 - Herbert Arnarson 16 - Guðmundur Bragason 16 - Falur Harðarson 12 - Guðjón Skúlason 3 - Jón Arnar Ingvarsson 2 - Jón Kr. Gíslason 2 - Friðrik StefánssonFlestir þristar í hundraðasta landsleiknum 5 - Herbert Arnarson 4 - Teitur Örlygsson 4 - Falur Harðarson 4 - Logi Gunnarsson 2 - Valur Ingimundarson 2 - Guðjón Skúlason 1 - Jón Arnar IngvarssonÍ sigurliði í hundraðasta landsleiknum Jón Sigurðsson - 6. janúar 1982 á móti Portúgal Torfi Magnússon - 28. apríl 1985 á móti Lúxemborg Jón Kr. Gíslason - 25. maí 1991 á móti Lúxemborg Teitur Örlygsson - 19. maí 1997 á móti Noregi Herbert Arnarson - 31. maí 2001 á móti Möltu Friðrik Stefánsson - 7. júní 2007 á móti Mónakó Logi Gunnarsson - 31. júlí 2014 á móti Lúxemborg
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00 Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. 1. ágúst 2014 11:00
Lúxemborg önnur hundrað stiga þjóðin hans Loga Logi Gunnarsson lék í gær sinn hundraðasta landsleik þegar íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi 14 stiga sigur á Lúxemborg, 78-64. 1. ágúst 2014 12:00