Byggðaklúður ríkisstjórnarinnar Árni Páll Árnason skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum?
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar