Skáldsagan Burial Rites kemur út á íslensku í haust Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:30 Hannah Kent Var skiptinemi á Íslandi. MYND/Nordicphotos/Getty Þótt skáldsagan Burial Rites sé ættuð frá Ástralíu, höfundurinn er Hannah Kent, þá er yrkisefnið rammíslenskt, saga Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi af yfirvöldum á Íslandi. Sagan, sem er margverðlaunuð og hefur farið hina frægu sigurför um heiminn, er nú væntanleg frá Forlaginu í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er útgáfa fyrirhuguð snemma í september. Sagan lýsir dvöl Agnesar í varðhaldi eftir dauðadóminn og í henni rekur hún sögu sína smátt og smátt fyrir aðstoðarprestinum Tóta sem falið hefur verið að sjá um andlegan undirbúning hennar fyrir dauðann. Agnes var, eins og frægt er, hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830 ásamt félaga sínum Friðriki Sigurðssyni, fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Hannah, sem er 28 ára, kom sem skiptinemi til Íslands á unglingsárum og hreifst svo af dramatískri sögu Agnesar að þegar hún hóf skriftir á sinni fyrstu bók kom engin önnur til greina, að hennar sögn. Í samræmi við sigurgöngu bókarinnar er nú einnig í undirbúningi kvikmynd eftir sögunni þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þótt skáldsagan Burial Rites sé ættuð frá Ástralíu, höfundurinn er Hannah Kent, þá er yrkisefnið rammíslenskt, saga Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi af yfirvöldum á Íslandi. Sagan, sem er margverðlaunuð og hefur farið hina frægu sigurför um heiminn, er nú væntanleg frá Forlaginu í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar og er útgáfa fyrirhuguð snemma í september. Sagan lýsir dvöl Agnesar í varðhaldi eftir dauðadóminn og í henni rekur hún sögu sína smátt og smátt fyrir aðstoðarprestinum Tóta sem falið hefur verið að sjá um andlegan undirbúning hennar fyrir dauðann. Agnes var, eins og frægt er, hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830 ásamt félaga sínum Friðriki Sigurðssyni, fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Hannah, sem er 28 ára, kom sem skiptinemi til Íslands á unglingsárum og hreifst svo af dramatískri sögu Agnesar að þegar hún hóf skriftir á sinni fyrstu bók kom engin önnur til greina, að hennar sögn. Í samræmi við sigurgöngu bókarinnar er nú einnig í undirbúningi kvikmynd eftir sögunni þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira