Sameiningar á Vesturlandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun