Taka á upp friðarviðræður á ný Jonas Gahr Støre, Stefan Löfven, Árni Páll Árnason og og Antti Rinne. skrifa 28. júlí 2014 07:00 Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna. Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara. Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring. Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn. Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma. Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki. Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru. Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa. Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka. Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu. Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi. Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, NoregiStefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, SvíþjóðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandiAntti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gasa Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna. Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara. Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring. Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn. Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma. Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki. Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru. Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa. Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka. Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu. Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi. Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, NoregiStefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, SvíþjóðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandiAntti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun