Alltaf haft þörf fyrir að yrkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 14:00 Brennur er fyrsta bók Stefáns Boga og hann gefur hana út sjálfur. Fréttablaðið/Valli „Efnið er frekar innhverft. Ýmist það sem blasir við eða eitthvað aðeins dýpra,“ segir Stefán Bogi Sveinsson um yrkisefni sín í bókinni Brennur. „Í mínum huga snýst ljóðagerð um að taka einhverja tilfinningu, ýmist að láni, eins og hún er í dag eða rifja hana upp og pakka henni í umbúðir þannig að hægt sé að afhenda hana öðrum. Galdurinn er að gera það þannig að viðtakandinn tengi við innihaldið.“ Titill bókarinnar er sóttur í samnefnt ljóð sem fjallar um vissan atburð. „Hús afabróður míns brann. Hann var ekki heima og sagði það hafa verið slæmt því hann hefði aldrei séð hús brenna. Stundum óskar maður þess að geta tæklað hlutina af slíku æðruleysi þegar brennur hjá manni í ýmsum skilningi,“ segir Stefán Bogi sem kveðst alltaf hafa haft þörf fyrir að yrkja. „Ég byrjaði ungur að koma tilfinningum í ljóð og hef verið frekar lítið feiminn með það, las upp bæði í grunnskóla og menntaskóla og er í ljóðahópnum Hása kisa hér fyrir austan.“ Stefán Bogi vinnur á Austurfrétt sem rekur staðbundinn vefmiðil og gefur út Austurgluggann. Hann fæst líka við leiðsögn og þegar samtalið fer fram er að skreppa með félögum sínum á Borgarfjörð eystri þar sem undirbúningur undir Bræðsluna er að hefjast. „Mér finnst gaman að taka þátt í skapandi verkefnum,“ segir skáldið. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Efnið er frekar innhverft. Ýmist það sem blasir við eða eitthvað aðeins dýpra,“ segir Stefán Bogi Sveinsson um yrkisefni sín í bókinni Brennur. „Í mínum huga snýst ljóðagerð um að taka einhverja tilfinningu, ýmist að láni, eins og hún er í dag eða rifja hana upp og pakka henni í umbúðir þannig að hægt sé að afhenda hana öðrum. Galdurinn er að gera það þannig að viðtakandinn tengi við innihaldið.“ Titill bókarinnar er sóttur í samnefnt ljóð sem fjallar um vissan atburð. „Hús afabróður míns brann. Hann var ekki heima og sagði það hafa verið slæmt því hann hefði aldrei séð hús brenna. Stundum óskar maður þess að geta tæklað hlutina af slíku æðruleysi þegar brennur hjá manni í ýmsum skilningi,“ segir Stefán Bogi sem kveðst alltaf hafa haft þörf fyrir að yrkja. „Ég byrjaði ungur að koma tilfinningum í ljóð og hef verið frekar lítið feiminn með það, las upp bæði í grunnskóla og menntaskóla og er í ljóðahópnum Hása kisa hér fyrir austan.“ Stefán Bogi vinnur á Austurfrétt sem rekur staðbundinn vefmiðil og gefur út Austurgluggann. Hann fæst líka við leiðsögn og þegar samtalið fer fram er að skreppa með félögum sínum á Borgarfjörð eystri þar sem undirbúningur undir Bræðsluna er að hefjast. „Mér finnst gaman að taka þátt í skapandi verkefnum,“ segir skáldið.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira