Ræflavík sýnd í Tjarnarbíói Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:30 Við erum öll að bruna í bæinn, nánar tiltekið í Tjarnarbíó þar sem Ræflavíkin verður sýnd á fimmtudags- og föstudagskvöld,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar Ræflavík, sem er byggð á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens og er hér sett upp í staðfærslu og leikgerð Jóns Gunnars og Norðurbandalagsins. „Í staðfæringunni kjósum við að kalla þetta Ræflavík, en við eigum nóg af slíkum Víkum á Íslandi með þeim kostum og göllum sem því fylgja að búa þar. Stærsti kosturinn er samheldnin í slíkum bæjum en stærsti gallinn er líka samheldnin gegn þeim sem falla ekki inn í og verða fyrir einelti, til dæmis.“ Þetta er þriðja uppfærsla leikfélagsins Norðurbandalagsins á Akureyri. „Norðurbandalagið var stofnað fyrir þremur árum og er starfrækt á sumrin,“ útskýrir Jón Gunnar. „Allir leikararnir eru annaðhvort útskrifaðir leikarar, í leiklistarnámi eða á leið í slíkt nám og Akureyrarbær hefur borgað þeim laun á sumrin fyrir að taka þátt í leiksýningum. Það er stuðningur bæjarins við leiklistarfólk framtíðarinnar.“ Sýningarnar í Tjarnarbíói verða aðeins tvær og hefjast klukkan 20 bæði kvöldin. Jón Gunnar varar væntanlega áhorfendur við því að sýningin sé hvorki fyrir viðkvæma né hjartveika og bönnuð innan 16 ára. „Ástæðan fyrir því er grófur orðaforði og að við erum ekkert að skafa utan af hlutunum.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við erum öll að bruna í bæinn, nánar tiltekið í Tjarnarbíó þar sem Ræflavíkin verður sýnd á fimmtudags- og föstudagskvöld,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar Ræflavík, sem er byggð á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens og er hér sett upp í staðfærslu og leikgerð Jóns Gunnars og Norðurbandalagsins. „Í staðfæringunni kjósum við að kalla þetta Ræflavík, en við eigum nóg af slíkum Víkum á Íslandi með þeim kostum og göllum sem því fylgja að búa þar. Stærsti kosturinn er samheldnin í slíkum bæjum en stærsti gallinn er líka samheldnin gegn þeim sem falla ekki inn í og verða fyrir einelti, til dæmis.“ Þetta er þriðja uppfærsla leikfélagsins Norðurbandalagsins á Akureyri. „Norðurbandalagið var stofnað fyrir þremur árum og er starfrækt á sumrin,“ útskýrir Jón Gunnar. „Allir leikararnir eru annaðhvort útskrifaðir leikarar, í leiklistarnámi eða á leið í slíkt nám og Akureyrarbær hefur borgað þeim laun á sumrin fyrir að taka þátt í leiksýningum. Það er stuðningur bæjarins við leiklistarfólk framtíðarinnar.“ Sýningarnar í Tjarnarbíói verða aðeins tvær og hefjast klukkan 20 bæði kvöldin. Jón Gunnar varar væntanlega áhorfendur við því að sýningin sé hvorki fyrir viðkvæma né hjartveika og bönnuð innan 16 ára. „Ástæðan fyrir því er grófur orðaforði og að við erum ekkert að skafa utan af hlutunum.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira