Enn ekki búið að slátra Íbúðalánasjóði Ögmundur Jónasson skrifar 21. júlí 2014 00:00 Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Enn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB því fyrirsjáanlegt sé að dregið verði úr félagslegu hlutverki sjóðsins. Hinn félagslegi þráður í Íbúðalánasjóði hefur sem kunnugt er í bland verið sá að tryggja lánveitingar á landinu öllu og jafna áhættu sína með því að hafa á hendi bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Velferðarráðherra hefur kynnt hugmyndir að breytingum á lögum um Íbúðalánasjóð. Sagt er að stuðst verði við „danska kerfið“. Á kynningarfundum var þó jafnan tekið skýrt fram að ýmislegt sem mörg okkar tóku sem jákvæðast í „danska kerfinu“, svo sem möguleikar á tímabundinni frystingu afborgana, á ekki að gilda í hinu íslenska kerfi samkvæmt þeim tillögum sem þingflokkum voru kynntar í vor. Skírskotanir í danskt húsnæðiskerfi voru annars á óljósum forsendum. Hitt þarf líka að kanna hverjir kostir hins danska kerfis raunverulega eru með tilliti til þess hve auðvelt er að eignast húsnæði. Sýnist mér þar sitthvað orðum aukið. Þetta þarf að leiða rækilega í ljós áður en hrapað er að breytingum.Alþingi á síðasta orðið Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíu milljóna króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð. Styrkur hans er í því fólginn að hafa á hendi sem flest traust veð. Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar og „köldum svæðum“, þ.e. svæðum á landsbyggðinni þar sem fasteignaviðskipti gengju treglega og eignirnar fyrir vikið lágt metnar. Inn á slík „ótrygg“ svæði vildu bankarnir sem minnst koma. Og það sem meira er, þangað fóru þeir ekki! Styrkur Íbúðalánasjóðs hefur sem áður segir verið í því fólginn að hafa undir sínum handarjaðri bæði hin tryggari veð sem og hin ótryggari. Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), gefur sér að nú sé búið að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og fagnar ákaft. Í mínum huga er þetta ótímabær fögnuður og sannast sagna ekkert sérlega geðfelldur og minnir á hve takmarkaða virðingu Evrópusambandið ber fyrir lýðræðislegum vilja þegar hagsmunir markaðsfyrirtækja eru annars vegar. En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt. Íbúðalánasjóður er enn á lífi þótt Evrópusambandið og þær stofnanir sem kalla má skilgetin afkvæmi þess, vilji hann feigan. Alþingi á síðasta orðið.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar