Frjáls verslun Elín Hirst skrifar 17. júlí 2014 07:00 Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkurbúðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunnar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hagkaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hagkaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunarhættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum verslunar árið 2014; föst í gamaldags viðhorfum. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuðum? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímakekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleiðingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslenskan markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingimenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytendamál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun