Vildi fá sjöunda gullið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2014 06:00 Hafdís með ein af sex gullverðlaunum sínum í Krikanum í gær. vísir/daníel Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59
Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07
Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35