Þráðlist virðist vera talin tengjast konum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 15:30 "Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa,“ segir Ingiríður. Fréttablaðið/Valli Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira