Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:30 Maria segir of margar stúlkur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. Hún vill hætta að flokka konur eftir stærðum. fréttablaðið/Daníel „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig og ég er ofboðslega ánægð,“ segir fyrirsætan Maria del Carmen Jimenez Pacifico, en Maria gerði samning við módelskrifstofuna Volúme Model Management í gær. Skrifstofan gerir einungis samning við stúlkur í svokölluðum yfirstærðum en það eru stærðir frá 40-48. Maria segir að módelskrifstofan hafi haft samband við sig að fyrra bragði í gegnum aðdáendasíðu sína á Facebook, en þetta var ekki eina stofan sem hafði áhuga. „Það voru fleiri skrifstofur á eftir mér, þar á meðal önnur frá Danmörku, en ég hafði ekki tíma til þess að fara út í viðtöl enda á kafi í skólanum,“ segir Maria, sem stundar nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands.Maria flutti hingað til lands frá Kólumbíu fyrir níu árum, en hún á íslenskan stjúpföður. Hún segir allt of margar stelpur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. „Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Það er kominn tími til þess að hætta að flokka eftir stærð og stereótýpum. Stelpur eiga að vera ánægðar í eigin skinni,“ segir Maria. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig og ég er ofboðslega ánægð,“ segir fyrirsætan Maria del Carmen Jimenez Pacifico, en Maria gerði samning við módelskrifstofuna Volúme Model Management í gær. Skrifstofan gerir einungis samning við stúlkur í svokölluðum yfirstærðum en það eru stærðir frá 40-48. Maria segir að módelskrifstofan hafi haft samband við sig að fyrra bragði í gegnum aðdáendasíðu sína á Facebook, en þetta var ekki eina stofan sem hafði áhuga. „Það voru fleiri skrifstofur á eftir mér, þar á meðal önnur frá Danmörku, en ég hafði ekki tíma til þess að fara út í viðtöl enda á kafi í skólanum,“ segir Maria, sem stundar nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands.Maria flutti hingað til lands frá Kólumbíu fyrir níu árum, en hún á íslenskan stjúpföður. Hún segir allt of margar stelpur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. „Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Það er kominn tími til þess að hætta að flokka eftir stærð og stereótýpum. Stelpur eiga að vera ánægðar í eigin skinni,“ segir Maria.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira