Hamingju hvað sem það kostar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:00 Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun