Fjármagnshöftin – vernd eða vá? Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í dag. Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óvissa, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags. Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi. Ekki er sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Höftin stuðla að rangri verðlagningu krónunnar sem og allra helstu eignamarkaða. Því er veruleg hætta á að hagkerfið ofhitni innan hafta. Stærsta efnahagslega áhætta Íslendinga felst ekki í afnámi hafta heldur í hættunni á að búa við þau um ókomna tíð. Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi. Í nóvember verða sex ár liðin frá því að fjármagnshöftum var komið á til bráðabirgða til að stemma stigu við gjaldeyrisskorti og miklu gengisfalli íslensku krónunnar. Þrátt fyrir að höftin hafi átt að vera tímabundin og falla úr gildi að tveimur árum liðnum bólar enn ekkert á afnámi þeirra. Óttinn við gengislækkun og meðfylgjandi verðbólgu virðist skýra aðgerðaleysi stjórnvalda.Skaðleg áhrif Mikið hefur verið rætt um áhættu sem í afnámi getur falist, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif fjármagnshafta á efnahagslífið til lengri tíma. Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta. Á skömmum tíma hafa efnahagshorfur breyst úr brothættum viðsnúningi í öflugan hagvöxt á breiðum grunni. Einkaneysla hefur tekið við sér, fjárfesting fer vaxandi og útflutningsgreinar hafa styrkt stöðu sína, sér í lagi ferðaþjónustan. Eru nú horfur á 3-4% árlegum hagvexti eða jafnvel enn meiri á næstu þremur árum samkvæmt helstu spám.Við upphaf þessa kröftuga hagvaxtarskeiðs eru mikilvægar hagstærðir óvenjulegar og geta ýtt undir ofþenslu. Peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða hafa nær aldrei verið meiri sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum. Það nægir að horfa til lífeyrissjóðanna í þessu samhengi. Á síðasta hagvaxtarskeiði innan fjármagnshafta, á árunum 1984 til 1987, voru heildareignir lífeyrissjóðanna um fimmtungur af landsframleiðslu. Nú nema eignir þeirra um einni og hálfri landsframleiðslu. Árleg fjárfestingaþörf sjóðanna er rúmir 130 milljarðar króna og fer vaxandi. Peningamagn í umferð nam um þriðjungi af landsframleiðslu árin 1984 til 1987 en er nú 90 prósent. Á undanförnum fimm árum hefur hið opinbera dregið talsvert af þessu mikla fjármagni til sín og vægi skuldabréfa með ábyrgð ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur liðlega tvöfaldast í eignasafni lífeyrissjóða á sex árum og nema nær helmingi af eignasafni þeirra, eða 46 prósentum. Samhliða betra jafnvægi í rekstri hins opinbera er hins vegar ljóst að fjármögnunarþörf þess mun minnka til mikilla muna.Bólumyndun líkleg Hvert getur þetta fjármagn leitað án þess að valda mikilli hækkun eignaverðs þegar ekki er unnt að leita út fyrir landsteinana? Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum með tilheyrandi einkennum ofþenslu; mikilli aukningu einkaneyslu, auknum innflutningi og viðskiptahalla ásamt hækkandi raungengi. Í kjölfarið fylgir síðan aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa. Vert er að hafa í huga að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvílir á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé sitt með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til langrar framtíðar. Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum. Ofþensla er allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi. Því miður hefur efnahagsstjórnin jafnan verið slök í góðæri. Það sem gerir viðfangsefnið nú sérstaklega snúið er að þróunin mun að öllum líkindum verða mun hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem hér er læst inni. Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í dag. Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óvissa, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags. Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi. Ekki er sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Höftin stuðla að rangri verðlagningu krónunnar sem og allra helstu eignamarkaða. Því er veruleg hætta á að hagkerfið ofhitni innan hafta. Stærsta efnahagslega áhætta Íslendinga felst ekki í afnámi hafta heldur í hættunni á að búa við þau um ókomna tíð. Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi. Í nóvember verða sex ár liðin frá því að fjármagnshöftum var komið á til bráðabirgða til að stemma stigu við gjaldeyrisskorti og miklu gengisfalli íslensku krónunnar. Þrátt fyrir að höftin hafi átt að vera tímabundin og falla úr gildi að tveimur árum liðnum bólar enn ekkert á afnámi þeirra. Óttinn við gengislækkun og meðfylgjandi verðbólgu virðist skýra aðgerðaleysi stjórnvalda.Skaðleg áhrif Mikið hefur verið rætt um áhættu sem í afnámi getur falist, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif fjármagnshafta á efnahagslífið til lengri tíma. Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta. Á skömmum tíma hafa efnahagshorfur breyst úr brothættum viðsnúningi í öflugan hagvöxt á breiðum grunni. Einkaneysla hefur tekið við sér, fjárfesting fer vaxandi og útflutningsgreinar hafa styrkt stöðu sína, sér í lagi ferðaþjónustan. Eru nú horfur á 3-4% árlegum hagvexti eða jafnvel enn meiri á næstu þremur árum samkvæmt helstu spám.Við upphaf þessa kröftuga hagvaxtarskeiðs eru mikilvægar hagstærðir óvenjulegar og geta ýtt undir ofþenslu. Peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða hafa nær aldrei verið meiri sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum. Það nægir að horfa til lífeyrissjóðanna í þessu samhengi. Á síðasta hagvaxtarskeiði innan fjármagnshafta, á árunum 1984 til 1987, voru heildareignir lífeyrissjóðanna um fimmtungur af landsframleiðslu. Nú nema eignir þeirra um einni og hálfri landsframleiðslu. Árleg fjárfestingaþörf sjóðanna er rúmir 130 milljarðar króna og fer vaxandi. Peningamagn í umferð nam um þriðjungi af landsframleiðslu árin 1984 til 1987 en er nú 90 prósent. Á undanförnum fimm árum hefur hið opinbera dregið talsvert af þessu mikla fjármagni til sín og vægi skuldabréfa með ábyrgð ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur liðlega tvöfaldast í eignasafni lífeyrissjóða á sex árum og nema nær helmingi af eignasafni þeirra, eða 46 prósentum. Samhliða betra jafnvægi í rekstri hins opinbera er hins vegar ljóst að fjármögnunarþörf þess mun minnka til mikilla muna.Bólumyndun líkleg Hvert getur þetta fjármagn leitað án þess að valda mikilli hækkun eignaverðs þegar ekki er unnt að leita út fyrir landsteinana? Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum með tilheyrandi einkennum ofþenslu; mikilli aukningu einkaneyslu, auknum innflutningi og viðskiptahalla ásamt hækkandi raungengi. Í kjölfarið fylgir síðan aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa. Vert er að hafa í huga að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvílir á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé sitt með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til langrar framtíðar. Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum. Ofþensla er allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi. Því miður hefur efnahagsstjórnin jafnan verið slök í góðæri. Það sem gerir viðfangsefnið nú sérstaklega snúið er að þróunin mun að öllum líkindum verða mun hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem hér er læst inni. Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun