Framleiða listaþátt á mannamáli Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. júlí 2014 11:30 Margrét og Anna ætla að kynnast hinum ýmsu hliðum listarinnar í þættinum Lyst á list. „Við vildum gera listaþátt á mannamáli og sýna fólki hvað það er mikil gróska í list hér í Reykjavík og úti um allt land,“ segir leik- og dagskrárgerðarkonan Margrét Þorgeirsdóttir, en Margrét og vinkona hennar til tuttugu ára, Anna Birta Tryggvadóttir, standa á bak við lista- og menningaþáttinn Lyst á list sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni iSTV sem fer í loftið 17. júlí. Margrét og Anna Birta eru báðar lærðar leikkonur en ákváðu að fara út í dagskrárgerð þar sem lítið var um önnur verkefni. „Það er ekki beint verið að berja á dyrnar hjá manni með verkefnin svo við ákváðum að vera með á iSTV sem er svona grasrótarstöð en þar koma allir með sitt efni tilbúið. Ég er því núna að framleiða, dagskrárstýra og klippa svo nú er brjálað að gera,“ segir Margrét og hlær. Hún segir að þær stöllur komi víða við í þáttunum. „Viðmælendur okkar verða óþekktir, sjálfmenntaðir, menntaðir, þjóðþekktir og þar fram eftir götunum. Við viljum varpa ljósi á þá vinnu sem listafólk leggur á sig, til dæmis fyrir sýningu eða opnun. Þátturinn verður í raun okkar svar við því hvers vegna listafólk ætti ekki að þurfa að fá sér hefðbundna vinnu.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við vildum gera listaþátt á mannamáli og sýna fólki hvað það er mikil gróska í list hér í Reykjavík og úti um allt land,“ segir leik- og dagskrárgerðarkonan Margrét Þorgeirsdóttir, en Margrét og vinkona hennar til tuttugu ára, Anna Birta Tryggvadóttir, standa á bak við lista- og menningaþáttinn Lyst á list sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni iSTV sem fer í loftið 17. júlí. Margrét og Anna Birta eru báðar lærðar leikkonur en ákváðu að fara út í dagskrárgerð þar sem lítið var um önnur verkefni. „Það er ekki beint verið að berja á dyrnar hjá manni með verkefnin svo við ákváðum að vera með á iSTV sem er svona grasrótarstöð en þar koma allir með sitt efni tilbúið. Ég er því núna að framleiða, dagskrárstýra og klippa svo nú er brjálað að gera,“ segir Margrét og hlær. Hún segir að þær stöllur komi víða við í þáttunum. „Viðmælendur okkar verða óþekktir, sjálfmenntaðir, menntaðir, þjóðþekktir og þar fram eftir götunum. Við viljum varpa ljósi á þá vinnu sem listafólk leggur á sig, til dæmis fyrir sýningu eða opnun. Þátturinn verður í raun okkar svar við því hvers vegna listafólk ætti ekki að þurfa að fá sér hefðbundna vinnu.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira