Semur tónlist á selló, tölvu og effektatæki Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2014 12:30 Kristín Lárusdóttir, Selló-Stína, er á ferð um landið og kemur fram á Akureyri í kvöld. Vísir/Valli Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Selló-Stína, heldur í kvöld tónleika í Litla-Garði á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Kristínar um landið en hún hófst á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðustu viku. Kristín flytur nær eingöngu eigin tónlist sem hún segir vera undir áhrifum frá náttúrunni. „Tónlist mín er innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi. Ég notast við tvö selló, tölvu og effektatæki þegar ég kem fram. Sum verkin mín eru flutt í „quatrophonic“,“ segir Kristín. Kristín er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Síðustu árin hefur raftónlist fengið aukinn sess í tónlistarsköpun hennar. „Ég lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf haustið eftir út mína fyrstu sólóplötu, Hefring. Ég sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun,“ segir hún og bætir því við að hvorki sé algengt að heyra tónlist flutta á selló og tölvu né í quatrophonic-kerfi. Tónleikarnir í Litla-Garði í kvöld hefjast klukkan 21. Fram undan eru einnig tónleikar Kristínar í Stálsmiðjunni í Neskaupstað og Mengi í Reykjavík. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Selló-Stína, heldur í kvöld tónleika í Litla-Garði á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Kristínar um landið en hún hófst á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðustu viku. Kristín flytur nær eingöngu eigin tónlist sem hún segir vera undir áhrifum frá náttúrunni. „Tónlist mín er innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi. Ég notast við tvö selló, tölvu og effektatæki þegar ég kem fram. Sum verkin mín eru flutt í „quatrophonic“,“ segir Kristín. Kristín er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Síðustu árin hefur raftónlist fengið aukinn sess í tónlistarsköpun hennar. „Ég lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf haustið eftir út mína fyrstu sólóplötu, Hefring. Ég sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun,“ segir hún og bætir því við að hvorki sé algengt að heyra tónlist flutta á selló og tölvu né í quatrophonic-kerfi. Tónleikarnir í Litla-Garði í kvöld hefjast klukkan 21. Fram undan eru einnig tónleikar Kristínar í Stálsmiðjunni í Neskaupstað og Mengi í Reykjavík.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira