Endurspeglar fjölbreytileika Asparfells Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 10:30 Listakonan Sara Riel er ánægð með nýjustu veggmynd sína Fjöður sem verður afhjúpuð í dag en verkið er 17metra hátt. F25040714 Vísir/Arnþór „Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það líklega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegggafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöður þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í líkhúsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfuglar sem og fuglar sem eiga uppruna sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlishúsi,“ segir Sara sem hlaut einróma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breiðholtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasumar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusamir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan september fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitthvað. Svo ég tók aftur upp þráðinn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmyndir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stílbrigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verkið Fjöðrin afhjúpað í dag klukkan 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansararnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira