Blikur á lofti í íslenskri hestamennsku Hallgerður Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2014 07:00 Við erum gjarnan hreykin af íslenska hestinum, enda ástæða til. Hesturinn er vinsæll hér heima og einnig víða um heim, þykir fjölhæfur, skemmtilegur og mannelskur. Stór hópur fólks hefur atvinnu af hestamennsku, bæði tengt kynbótum, tamningum, keppni, sýningum og sölu. Árangur í keppni og sýningum skiptir máli og getur munað miklu um örfáar kommur þegar upp er staðið. Auðvitað reyna menn að finna sem bestar aðferðir til að bæta árangur og að endurbæta búnað sem notaður er. Það er ekkert rangt við það, svo lengi sem velferð hestsins er höfð í öndvegi og hann ekki beittur harðræði eða sársaukafullum aðferðum. Um þetta myndi ég telja að menn ættu að vera sammála. Ef svo er ekki hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Beislismél skaðleg Nýleg rannsókn dr. Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, tekur af allan vafa um að beislismél, sem kölluð hafa verið tungubogamél með stöngum og hafa verið notuð hér í nokkur ár, eru íslenska hestinum skaðleg. Í besta falli meiða þau við notkun og í versta falli skaða þau hestinn. Ástæðan er sú að mélin þrýsta beint ofan á tannlausa bilið á kjálkabeini hestsins við átak á taum. Önnur mél sem áður voru eingöngu notuð hér valda ekki þessum vanda þar eð þau leggja átakið á tungu hestsins, sem er mjúkur vefur og getur fremur svarað álagi en bein. Þetta er auðvelt að sýna fram á þegar fólk ímyndar sér létt högg aftan á kálfann og svo sams konar högg framan á sköflunginn. Það er kálfavöðvanum ekki þungbært en sama högg er furðanlega sársaukafullt þegar það kemur beint á sköflunginn, enda kemur það beint á beinið. Bein eru umlukin beinhimnu sem er afar taugarík. Meginhlutverk himnunnar er að vernda beinið þar sem það verður fyrir álagi – með sársauka – og beina þannig lífverunni til að forðast álagið. Sársaukafullt fyrir hestinn Beinhimnubólga er alvarlegt ástand og mjög sársaukafullt. Ef hestur er aumur í kjálka undan þessum mélum, þá má ætla að það gefi fullkomið vald yfir honum. Þessir hestar líta út fyrir að vera liprir í taumi og að þeir svari taumtaki vel, en þeir eru fyrst og fremst að forðast sársauka. Þetta skekkir einnig stöðu þeirra sem koma fram með vel tamda hesta og nota venjuleg beislismél, en hestarnir eru ekki eins fullkomlega „liprir“ í taumi af því þeir meiða sig ekki, heldur svara eðlilegu taumtaki með eðlilegum hraða. Þegar beislismél eru notuð, sem beinlínis er ætlast til að valdi þessum þrýstingi á bein, þá erum við farin að tala um illa meðferð á hestum. Nú liggur þessi vitneskja fyrir og þá eiga menn án tafar að afleggja notkun á þessum mélum, en að öðrum kosti er það mín skoðun að menn séu tilbúnir til að fremja dýraníð – með fullri vitund og vilja – í þágu arðsemi og hagsmuna sinna. Það hefur þegar verið sýnt. Vilja leyfa mélin til að hámarka hagnað Landssambandi hestamannafélaga hefur borið gæfa til að banna notkun á mélunum í gæðingakeppni á komandi landsmóti. En félagið er einangrað í afstöðu sinni, þar eð Félag tamningarmanna og Félag hrossabænda hjá Bændasamtökunum berjast gegn því að mélin verði bönnuð. Félag hrossabænda er með allar kynbótasýningar á hestum og þar er notkun þessara skaðlegu méla því leyfð. Þessi félög vilja leyfa mélin til þess eins að hámarka arð og hagnað félagsmanna sinna. En hvað um velferð hestanna? Félögin hafa farið fram á að frekari tilraunir og rannsóknir verði gerðar, þótt ritrýnd rannsókn Sigríðar hafi þegar sýnt fram á skaðsemi mélanna. Rannsókn hennar hefur staðist vísindalega skoðun hjá viðurkenndu vísindariti tengdu dýralækningum. Það er raunar vafasamt að tilraunadýranefnd myndi leyfa slíkar auknar rannsóknir, þar sem beinlínis þyrfti að meiða hesta markvisst með þessum mélum og rannsaka afleiðingar þess. Það er umhugsunarefni hversu mörgum hestum þessi félög telja rétt að fórna í þágu slíkra rannsókna og hvar eigi að finna þá, því þetta verður ekki rannsakað öðruvísi en með tilraunum. Nei – þetta er ekki sú hestamennska sem við viljum að atvinnuhestamenn stundi á hestunum okkar. Þetta er harðsvíruð hestamennska, ný tegund af fagmennsku. Við viljum að reisn og glæsileiki hestsins okkar verði byggður á aðferðum sem samræmast dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Við erum gjarnan hreykin af íslenska hestinum, enda ástæða til. Hesturinn er vinsæll hér heima og einnig víða um heim, þykir fjölhæfur, skemmtilegur og mannelskur. Stór hópur fólks hefur atvinnu af hestamennsku, bæði tengt kynbótum, tamningum, keppni, sýningum og sölu. Árangur í keppni og sýningum skiptir máli og getur munað miklu um örfáar kommur þegar upp er staðið. Auðvitað reyna menn að finna sem bestar aðferðir til að bæta árangur og að endurbæta búnað sem notaður er. Það er ekkert rangt við það, svo lengi sem velferð hestsins er höfð í öndvegi og hann ekki beittur harðræði eða sársaukafullum aðferðum. Um þetta myndi ég telja að menn ættu að vera sammála. Ef svo er ekki hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Beislismél skaðleg Nýleg rannsókn dr. Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, tekur af allan vafa um að beislismél, sem kölluð hafa verið tungubogamél með stöngum og hafa verið notuð hér í nokkur ár, eru íslenska hestinum skaðleg. Í besta falli meiða þau við notkun og í versta falli skaða þau hestinn. Ástæðan er sú að mélin þrýsta beint ofan á tannlausa bilið á kjálkabeini hestsins við átak á taum. Önnur mél sem áður voru eingöngu notuð hér valda ekki þessum vanda þar eð þau leggja átakið á tungu hestsins, sem er mjúkur vefur og getur fremur svarað álagi en bein. Þetta er auðvelt að sýna fram á þegar fólk ímyndar sér létt högg aftan á kálfann og svo sams konar högg framan á sköflunginn. Það er kálfavöðvanum ekki þungbært en sama högg er furðanlega sársaukafullt þegar það kemur beint á sköflunginn, enda kemur það beint á beinið. Bein eru umlukin beinhimnu sem er afar taugarík. Meginhlutverk himnunnar er að vernda beinið þar sem það verður fyrir álagi – með sársauka – og beina þannig lífverunni til að forðast álagið. Sársaukafullt fyrir hestinn Beinhimnubólga er alvarlegt ástand og mjög sársaukafullt. Ef hestur er aumur í kjálka undan þessum mélum, þá má ætla að það gefi fullkomið vald yfir honum. Þessir hestar líta út fyrir að vera liprir í taumi og að þeir svari taumtaki vel, en þeir eru fyrst og fremst að forðast sársauka. Þetta skekkir einnig stöðu þeirra sem koma fram með vel tamda hesta og nota venjuleg beislismél, en hestarnir eru ekki eins fullkomlega „liprir“ í taumi af því þeir meiða sig ekki, heldur svara eðlilegu taumtaki með eðlilegum hraða. Þegar beislismél eru notuð, sem beinlínis er ætlast til að valdi þessum þrýstingi á bein, þá erum við farin að tala um illa meðferð á hestum. Nú liggur þessi vitneskja fyrir og þá eiga menn án tafar að afleggja notkun á þessum mélum, en að öðrum kosti er það mín skoðun að menn séu tilbúnir til að fremja dýraníð – með fullri vitund og vilja – í þágu arðsemi og hagsmuna sinna. Það hefur þegar verið sýnt. Vilja leyfa mélin til að hámarka hagnað Landssambandi hestamannafélaga hefur borið gæfa til að banna notkun á mélunum í gæðingakeppni á komandi landsmóti. En félagið er einangrað í afstöðu sinni, þar eð Félag tamningarmanna og Félag hrossabænda hjá Bændasamtökunum berjast gegn því að mélin verði bönnuð. Félag hrossabænda er með allar kynbótasýningar á hestum og þar er notkun þessara skaðlegu méla því leyfð. Þessi félög vilja leyfa mélin til þess eins að hámarka arð og hagnað félagsmanna sinna. En hvað um velferð hestanna? Félögin hafa farið fram á að frekari tilraunir og rannsóknir verði gerðar, þótt ritrýnd rannsókn Sigríðar hafi þegar sýnt fram á skaðsemi mélanna. Rannsókn hennar hefur staðist vísindalega skoðun hjá viðurkenndu vísindariti tengdu dýralækningum. Það er raunar vafasamt að tilraunadýranefnd myndi leyfa slíkar auknar rannsóknir, þar sem beinlínis þyrfti að meiða hesta markvisst með þessum mélum og rannsaka afleiðingar þess. Það er umhugsunarefni hversu mörgum hestum þessi félög telja rétt að fórna í þágu slíkra rannsókna og hvar eigi að finna þá, því þetta verður ekki rannsakað öðruvísi en með tilraunum. Nei – þetta er ekki sú hestamennska sem við viljum að atvinnuhestamenn stundi á hestunum okkar. Þetta er harðsvíruð hestamennska, ný tegund af fagmennsku. Við viljum að reisn og glæsileiki hestsins okkar verði byggður á aðferðum sem samræmast dýravelferð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun