Blikur á lofti í íslenskri hestamennsku Hallgerður Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2014 07:00 Við erum gjarnan hreykin af íslenska hestinum, enda ástæða til. Hesturinn er vinsæll hér heima og einnig víða um heim, þykir fjölhæfur, skemmtilegur og mannelskur. Stór hópur fólks hefur atvinnu af hestamennsku, bæði tengt kynbótum, tamningum, keppni, sýningum og sölu. Árangur í keppni og sýningum skiptir máli og getur munað miklu um örfáar kommur þegar upp er staðið. Auðvitað reyna menn að finna sem bestar aðferðir til að bæta árangur og að endurbæta búnað sem notaður er. Það er ekkert rangt við það, svo lengi sem velferð hestsins er höfð í öndvegi og hann ekki beittur harðræði eða sársaukafullum aðferðum. Um þetta myndi ég telja að menn ættu að vera sammála. Ef svo er ekki hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Beislismél skaðleg Nýleg rannsókn dr. Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, tekur af allan vafa um að beislismél, sem kölluð hafa verið tungubogamél með stöngum og hafa verið notuð hér í nokkur ár, eru íslenska hestinum skaðleg. Í besta falli meiða þau við notkun og í versta falli skaða þau hestinn. Ástæðan er sú að mélin þrýsta beint ofan á tannlausa bilið á kjálkabeini hestsins við átak á taum. Önnur mél sem áður voru eingöngu notuð hér valda ekki þessum vanda þar eð þau leggja átakið á tungu hestsins, sem er mjúkur vefur og getur fremur svarað álagi en bein. Þetta er auðvelt að sýna fram á þegar fólk ímyndar sér létt högg aftan á kálfann og svo sams konar högg framan á sköflunginn. Það er kálfavöðvanum ekki þungbært en sama högg er furðanlega sársaukafullt þegar það kemur beint á sköflunginn, enda kemur það beint á beinið. Bein eru umlukin beinhimnu sem er afar taugarík. Meginhlutverk himnunnar er að vernda beinið þar sem það verður fyrir álagi – með sársauka – og beina þannig lífverunni til að forðast álagið. Sársaukafullt fyrir hestinn Beinhimnubólga er alvarlegt ástand og mjög sársaukafullt. Ef hestur er aumur í kjálka undan þessum mélum, þá má ætla að það gefi fullkomið vald yfir honum. Þessir hestar líta út fyrir að vera liprir í taumi og að þeir svari taumtaki vel, en þeir eru fyrst og fremst að forðast sársauka. Þetta skekkir einnig stöðu þeirra sem koma fram með vel tamda hesta og nota venjuleg beislismél, en hestarnir eru ekki eins fullkomlega „liprir“ í taumi af því þeir meiða sig ekki, heldur svara eðlilegu taumtaki með eðlilegum hraða. Þegar beislismél eru notuð, sem beinlínis er ætlast til að valdi þessum þrýstingi á bein, þá erum við farin að tala um illa meðferð á hestum. Nú liggur þessi vitneskja fyrir og þá eiga menn án tafar að afleggja notkun á þessum mélum, en að öðrum kosti er það mín skoðun að menn séu tilbúnir til að fremja dýraníð – með fullri vitund og vilja – í þágu arðsemi og hagsmuna sinna. Það hefur þegar verið sýnt. Vilja leyfa mélin til að hámarka hagnað Landssambandi hestamannafélaga hefur borið gæfa til að banna notkun á mélunum í gæðingakeppni á komandi landsmóti. En félagið er einangrað í afstöðu sinni, þar eð Félag tamningarmanna og Félag hrossabænda hjá Bændasamtökunum berjast gegn því að mélin verði bönnuð. Félag hrossabænda er með allar kynbótasýningar á hestum og þar er notkun þessara skaðlegu méla því leyfð. Þessi félög vilja leyfa mélin til þess eins að hámarka arð og hagnað félagsmanna sinna. En hvað um velferð hestanna? Félögin hafa farið fram á að frekari tilraunir og rannsóknir verði gerðar, þótt ritrýnd rannsókn Sigríðar hafi þegar sýnt fram á skaðsemi mélanna. Rannsókn hennar hefur staðist vísindalega skoðun hjá viðurkenndu vísindariti tengdu dýralækningum. Það er raunar vafasamt að tilraunadýranefnd myndi leyfa slíkar auknar rannsóknir, þar sem beinlínis þyrfti að meiða hesta markvisst með þessum mélum og rannsaka afleiðingar þess. Það er umhugsunarefni hversu mörgum hestum þessi félög telja rétt að fórna í þágu slíkra rannsókna og hvar eigi að finna þá, því þetta verður ekki rannsakað öðruvísi en með tilraunum. Nei – þetta er ekki sú hestamennska sem við viljum að atvinnuhestamenn stundi á hestunum okkar. Þetta er harðsvíruð hestamennska, ný tegund af fagmennsku. Við viljum að reisn og glæsileiki hestsins okkar verði byggður á aðferðum sem samræmast dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Við erum gjarnan hreykin af íslenska hestinum, enda ástæða til. Hesturinn er vinsæll hér heima og einnig víða um heim, þykir fjölhæfur, skemmtilegur og mannelskur. Stór hópur fólks hefur atvinnu af hestamennsku, bæði tengt kynbótum, tamningum, keppni, sýningum og sölu. Árangur í keppni og sýningum skiptir máli og getur munað miklu um örfáar kommur þegar upp er staðið. Auðvitað reyna menn að finna sem bestar aðferðir til að bæta árangur og að endurbæta búnað sem notaður er. Það er ekkert rangt við það, svo lengi sem velferð hestsins er höfð í öndvegi og hann ekki beittur harðræði eða sársaukafullum aðferðum. Um þetta myndi ég telja að menn ættu að vera sammála. Ef svo er ekki hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis. Beislismél skaðleg Nýleg rannsókn dr. Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST, tekur af allan vafa um að beislismél, sem kölluð hafa verið tungubogamél með stöngum og hafa verið notuð hér í nokkur ár, eru íslenska hestinum skaðleg. Í besta falli meiða þau við notkun og í versta falli skaða þau hestinn. Ástæðan er sú að mélin þrýsta beint ofan á tannlausa bilið á kjálkabeini hestsins við átak á taum. Önnur mél sem áður voru eingöngu notuð hér valda ekki þessum vanda þar eð þau leggja átakið á tungu hestsins, sem er mjúkur vefur og getur fremur svarað álagi en bein. Þetta er auðvelt að sýna fram á þegar fólk ímyndar sér létt högg aftan á kálfann og svo sams konar högg framan á sköflunginn. Það er kálfavöðvanum ekki þungbært en sama högg er furðanlega sársaukafullt þegar það kemur beint á sköflunginn, enda kemur það beint á beinið. Bein eru umlukin beinhimnu sem er afar taugarík. Meginhlutverk himnunnar er að vernda beinið þar sem það verður fyrir álagi – með sársauka – og beina þannig lífverunni til að forðast álagið. Sársaukafullt fyrir hestinn Beinhimnubólga er alvarlegt ástand og mjög sársaukafullt. Ef hestur er aumur í kjálka undan þessum mélum, þá má ætla að það gefi fullkomið vald yfir honum. Þessir hestar líta út fyrir að vera liprir í taumi og að þeir svari taumtaki vel, en þeir eru fyrst og fremst að forðast sársauka. Þetta skekkir einnig stöðu þeirra sem koma fram með vel tamda hesta og nota venjuleg beislismél, en hestarnir eru ekki eins fullkomlega „liprir“ í taumi af því þeir meiða sig ekki, heldur svara eðlilegu taumtaki með eðlilegum hraða. Þegar beislismél eru notuð, sem beinlínis er ætlast til að valdi þessum þrýstingi á bein, þá erum við farin að tala um illa meðferð á hestum. Nú liggur þessi vitneskja fyrir og þá eiga menn án tafar að afleggja notkun á þessum mélum, en að öðrum kosti er það mín skoðun að menn séu tilbúnir til að fremja dýraníð – með fullri vitund og vilja – í þágu arðsemi og hagsmuna sinna. Það hefur þegar verið sýnt. Vilja leyfa mélin til að hámarka hagnað Landssambandi hestamannafélaga hefur borið gæfa til að banna notkun á mélunum í gæðingakeppni á komandi landsmóti. En félagið er einangrað í afstöðu sinni, þar eð Félag tamningarmanna og Félag hrossabænda hjá Bændasamtökunum berjast gegn því að mélin verði bönnuð. Félag hrossabænda er með allar kynbótasýningar á hestum og þar er notkun þessara skaðlegu méla því leyfð. Þessi félög vilja leyfa mélin til þess eins að hámarka arð og hagnað félagsmanna sinna. En hvað um velferð hestanna? Félögin hafa farið fram á að frekari tilraunir og rannsóknir verði gerðar, þótt ritrýnd rannsókn Sigríðar hafi þegar sýnt fram á skaðsemi mélanna. Rannsókn hennar hefur staðist vísindalega skoðun hjá viðurkenndu vísindariti tengdu dýralækningum. Það er raunar vafasamt að tilraunadýranefnd myndi leyfa slíkar auknar rannsóknir, þar sem beinlínis þyrfti að meiða hesta markvisst með þessum mélum og rannsaka afleiðingar þess. Það er umhugsunarefni hversu mörgum hestum þessi félög telja rétt að fórna í þágu slíkra rannsókna og hvar eigi að finna þá, því þetta verður ekki rannsakað öðruvísi en með tilraunum. Nei – þetta er ekki sú hestamennska sem við viljum að atvinnuhestamenn stundi á hestunum okkar. Þetta er harðsvíruð hestamennska, ný tegund af fagmennsku. Við viljum að reisn og glæsileiki hestsins okkar verði byggður á aðferðum sem samræmast dýravelferð.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun