Stefán Máni skiptir um forlag Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2014 12:30 Stefán Máni með Blóðdropann. "Ég er mjög spenntur fyrir haustinu og hlakka mikið til, en það er best að segja sem minnst um bókina á þessu stigi.“ Vísir/Anton „Mér fannst bara vera kominn tími á breytingar. Ég var búinn að vera hjá Forlaginu í átta ár og fannst hlutirnir vera komnir á endastöð, farnir að endurtaka sig og staðna,“ segir Stefán Máni spurður hvað hafi valdið því að hann skipti um forlag, flutti sig frá forlaginu yfir til Sagna útgáfu. „Mér finnst ég standa á smá tímamótum sem rithöfundur og finnst mjög hressandi að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég er að breytast og þróast sem höfundur og þetta helst allt í hendur.“ Sögur útgáfa taka vel á móti Stefáni Mána og endurútgefa tvær af bókum hans, Myrkravél og Skipið. „Myrkravél var fyrsta bókin sem forleggjari gaf út eftir mig, kom út hjá Máli og menningu 1999 og er því fimmtán ára í ár. Hún fór mjög hljótt á sínum tíma, þannig að ég veit að hún fór fram hjá mjög mörgum og mig langaði að gera henni hærra undir höfði,“ útskýrir Stefán Máni. „Skipið hefur verið ófáanleg í tvö, þrjú ár og bókabúðir hafa mikið verið að kalla eftir henni þannig að það var algjörlega kominn tími á að prenta meira af henni.“ Í haust kemur svo út ný skáldsaga sem Stefán Máni segir að sé á dálítið öðrum nótum en fyrri bækur hans. „Ég er mjög spenntur fyrir haustinu og hlakka mikið til, en það er best að segja sem minnst um bókina á þessu stigi. Láta verkin tala frekar en að lofa upp í ermina á mér. Ég get þó sagt að það er ákveðin stefnubreyting í nýju bókinni.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér fannst bara vera kominn tími á breytingar. Ég var búinn að vera hjá Forlaginu í átta ár og fannst hlutirnir vera komnir á endastöð, farnir að endurtaka sig og staðna,“ segir Stefán Máni spurður hvað hafi valdið því að hann skipti um forlag, flutti sig frá forlaginu yfir til Sagna útgáfu. „Mér finnst ég standa á smá tímamótum sem rithöfundur og finnst mjög hressandi að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég er að breytast og þróast sem höfundur og þetta helst allt í hendur.“ Sögur útgáfa taka vel á móti Stefáni Mána og endurútgefa tvær af bókum hans, Myrkravél og Skipið. „Myrkravél var fyrsta bókin sem forleggjari gaf út eftir mig, kom út hjá Máli og menningu 1999 og er því fimmtán ára í ár. Hún fór mjög hljótt á sínum tíma, þannig að ég veit að hún fór fram hjá mjög mörgum og mig langaði að gera henni hærra undir höfði,“ útskýrir Stefán Máni. „Skipið hefur verið ófáanleg í tvö, þrjú ár og bókabúðir hafa mikið verið að kalla eftir henni þannig að það var algjörlega kominn tími á að prenta meira af henni.“ Í haust kemur svo út ný skáldsaga sem Stefán Máni segir að sé á dálítið öðrum nótum en fyrri bækur hans. „Ég er mjög spenntur fyrir haustinu og hlakka mikið til, en það er best að segja sem minnst um bókina á þessu stigi. Láta verkin tala frekar en að lofa upp í ermina á mér. Ég get þó sagt að það er ákveðin stefnubreyting í nýju bókinni.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira