"Ég neita því að vera í þessu ástandi“ Baldvin Þormóðsson skrifar 2. júlí 2014 12:30 Viktor Árnason fótbrotnaði aðeins þremur dögum fyrir tónleika. vísir/arnþór „Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“ ATP í Keflavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
„Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“
ATP í Keflavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira