"Ég neita því að vera í þessu ástandi“ Baldvin Þormóðsson skrifar 2. júlí 2014 12:30 Viktor Árnason fótbrotnaði aðeins þremur dögum fyrir tónleika. vísir/arnþór „Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“ ATP í Keflavík Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
„Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“
ATP í Keflavík Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira