Til hagsbóta fyrir heimilin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun