Heilbrigðiskerfið.is Teitur Guðmundsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Það hefur verið mikil umfjöllun um heilbrigðiskerfið á undanförnum árum og hefur umræðan gjarnan verið frekar neikvæð, því miður. Þar kemur margt til og snertifletir kerfisins við okkur almenning og fagfólkið eru margir. Mjög oft er talað um peninga í sömu andrá og þá sérstaklega kostnað, niðurskurð og þykir lítið fréttnæmt nema þegar illa gengur. Sjaldnar koma fréttir af frábærum árangri, góðum starfsanda og samheldni starfsfólksins sem er límið í kerfinu. Það er kannski skiljanlegt þegar kreppir að, tæki og tól vantar, húsnæði er úr sér gengið og jafnvel skaðlegt þeim sem þar starfa og fagfólkið kýs að starfa frekar á erlendum vettvangi.Gerum miklar kröfur Raunveruleikinn er súr, við erum í vanda og þurfum að bregðast við með einhverjum hætti en það má á sama tíma ekki gleyma því að íslenska heilbrigðiskerfið er gott, við gerum miklar kröfur og gleymum því stundum að við erum agnarsmá í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar eru þrátt fyrir allt í efstu sætum í nánast öllum mælingum sem gerðar eru varðandi slíkan samanburð og getum verið býsna stolt af þeim árangri. Hann er þó ekki sjálfsagður og vitum við að það eru enn frekari erfiðleikar framundan. Við lifum lengur, meðferðar- og lyfjakostnaður eykst og lífsstílssjúkdómar herja á okkur meira en nokkru sinni fyrr og virðumst við ekki frekar en aðrar þjóðir ná að sporna nægilega við þeim. Breytinga er þörf, vestræn ríki eru öll í sömu stöðu og keppast við að reyna að ná tökum á framtíðarvanda sínum. Umræðan er víðast hvar sú sama og snýst um vaxandi kostnað og aukin útgjöld, burtséð frá því hvort um ríkisrekstur eða heilbrigðistryggingar er að ræða. Kerfin eru ekki sjálfbær. Við þurfum að fá fólkið með og endurhugsa kerfið uppá nýtt. Það á ekki að gefa neinn afslátt af meðferð og möguleikum sem nútíma læknisfræði hefur uppá að bjóða, það á heldur ekki að gefa neinn afslátt af því hvað forvarnir og breytt hegðunarmynstur heilu þjóðanna getur gert. Það er líklega eina færa leiðin í stöðunni, því við viljum geta veitt öllum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.Opinn vettvangur Ég er hins vegar ekki viss um að við viljum gera það algerlega óháð þeim tilkostnaði sem þarf til að ná þeim árangri. Ef útgjöld hækka áfram sem er öruggt miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar og þá þróun sem orðin er í meðferð sjúkdóma og hvers konar kvilla, gömlum og góðum lyfjum er skipt út fyrir nýrri vegna hagnaðarvonar og kröfur almennings til kerfisins vaxa með aukinni þekkingu og möguleikum á meðferð er ljóst að það mun þurfa að draga saman seglin á öðrum sviðum. Það er örugglega hægt að hagræða eitthvað víða í rekstri ríkisins en það verður ekki lausnin til frambúðar. Við þurfum að vera samstíga og taka ákvörðun um það hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á að líta út, almenningur verður að taka þátt því, það er hann sem bæði borgar brúsann og notar kerfið. Það er því mikilvægt að rödd hans, en einnig fagfólks og stjórnenda, heyrist skýrt og greinilega og hugmyndirnar hljóti hljómgrunn og umræðu. Þess vegna fannst mér mikilvægt að opna vettvang fyrir krítíska umræðu og hugmyndabanka sem er með öllu óritskoðaður, öllum opinn og óháður. Hver sem er getur sett fram sínar hugmyndir og vangaveltur um það hvað megi betur fara í heilbrigðiskerfinu, hægt er að vera sammála eða ósammála þeim hugmyndum sem fram koma, eða koma með tillögur við þær hugmyndir sem settar eru fram. Stefnt er að því að taka saman þessar hugmyndir og koma þeim á framfæri við ríkisstjórnina þann 1.10. 2014. Hvers vegna gerum við þetta? Ástæðan er einföld, það er enginn að gera þetta og ákvarðanir eru iðulega teknar án mikils samráðs við almenning eða þátttöku hans. Vonandi tekst okkur þetta ætlunarverk að fá rödd almennings til að heyrast og skapa frjóa umræðu sem leiðir til lausna til framtíðar, ég vona það sannarlega. Ég hvet ykkur til að taka þátt á vefnum www.heilbrigdiskerfid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil umfjöllun um heilbrigðiskerfið á undanförnum árum og hefur umræðan gjarnan verið frekar neikvæð, því miður. Þar kemur margt til og snertifletir kerfisins við okkur almenning og fagfólkið eru margir. Mjög oft er talað um peninga í sömu andrá og þá sérstaklega kostnað, niðurskurð og þykir lítið fréttnæmt nema þegar illa gengur. Sjaldnar koma fréttir af frábærum árangri, góðum starfsanda og samheldni starfsfólksins sem er límið í kerfinu. Það er kannski skiljanlegt þegar kreppir að, tæki og tól vantar, húsnæði er úr sér gengið og jafnvel skaðlegt þeim sem þar starfa og fagfólkið kýs að starfa frekar á erlendum vettvangi.Gerum miklar kröfur Raunveruleikinn er súr, við erum í vanda og þurfum að bregðast við með einhverjum hætti en það má á sama tíma ekki gleyma því að íslenska heilbrigðiskerfið er gott, við gerum miklar kröfur og gleymum því stundum að við erum agnarsmá í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar eru þrátt fyrir allt í efstu sætum í nánast öllum mælingum sem gerðar eru varðandi slíkan samanburð og getum verið býsna stolt af þeim árangri. Hann er þó ekki sjálfsagður og vitum við að það eru enn frekari erfiðleikar framundan. Við lifum lengur, meðferðar- og lyfjakostnaður eykst og lífsstílssjúkdómar herja á okkur meira en nokkru sinni fyrr og virðumst við ekki frekar en aðrar þjóðir ná að sporna nægilega við þeim. Breytinga er þörf, vestræn ríki eru öll í sömu stöðu og keppast við að reyna að ná tökum á framtíðarvanda sínum. Umræðan er víðast hvar sú sama og snýst um vaxandi kostnað og aukin útgjöld, burtséð frá því hvort um ríkisrekstur eða heilbrigðistryggingar er að ræða. Kerfin eru ekki sjálfbær. Við þurfum að fá fólkið með og endurhugsa kerfið uppá nýtt. Það á ekki að gefa neinn afslátt af meðferð og möguleikum sem nútíma læknisfræði hefur uppá að bjóða, það á heldur ekki að gefa neinn afslátt af því hvað forvarnir og breytt hegðunarmynstur heilu þjóðanna getur gert. Það er líklega eina færa leiðin í stöðunni, því við viljum geta veitt öllum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.Opinn vettvangur Ég er hins vegar ekki viss um að við viljum gera það algerlega óháð þeim tilkostnaði sem þarf til að ná þeim árangri. Ef útgjöld hækka áfram sem er öruggt miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar og þá þróun sem orðin er í meðferð sjúkdóma og hvers konar kvilla, gömlum og góðum lyfjum er skipt út fyrir nýrri vegna hagnaðarvonar og kröfur almennings til kerfisins vaxa með aukinni þekkingu og möguleikum á meðferð er ljóst að það mun þurfa að draga saman seglin á öðrum sviðum. Það er örugglega hægt að hagræða eitthvað víða í rekstri ríkisins en það verður ekki lausnin til frambúðar. Við þurfum að vera samstíga og taka ákvörðun um það hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á að líta út, almenningur verður að taka þátt því, það er hann sem bæði borgar brúsann og notar kerfið. Það er því mikilvægt að rödd hans, en einnig fagfólks og stjórnenda, heyrist skýrt og greinilega og hugmyndirnar hljóti hljómgrunn og umræðu. Þess vegna fannst mér mikilvægt að opna vettvang fyrir krítíska umræðu og hugmyndabanka sem er með öllu óritskoðaður, öllum opinn og óháður. Hver sem er getur sett fram sínar hugmyndir og vangaveltur um það hvað megi betur fara í heilbrigðiskerfinu, hægt er að vera sammála eða ósammála þeim hugmyndum sem fram koma, eða koma með tillögur við þær hugmyndir sem settar eru fram. Stefnt er að því að taka saman þessar hugmyndir og koma þeim á framfæri við ríkisstjórnina þann 1.10. 2014. Hvers vegna gerum við þetta? Ástæðan er einföld, það er enginn að gera þetta og ákvarðanir eru iðulega teknar án mikils samráðs við almenning eða þátttöku hans. Vonandi tekst okkur þetta ætlunarverk að fá rödd almennings til að heyrast og skapa frjóa umræðu sem leiðir til lausna til framtíðar, ég vona það sannarlega. Ég hvet ykkur til að taka þátt á vefnum www.heilbrigdiskerfid.is.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun