Franskur blær á Sigló Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 11:30 Þessir kátu krakkar verða í hlutverki yrðlinga í ævintýraóperunni Baldursbrá sem frumflutt verður á Siglufirði næsta laugardag. Mynd/Björk Sigurðardóttir Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira