Alltaf að prófa eitthvað nýtt og ferskt Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2014 11:30 Hljómsveitin GusGus, f.v. Högni Egilsson, Stephan Stephensen (President Bongo), Birgir Þórarinsson (Biggi Veira) og Daníel Ágúst Haraldsson. mynd/ari magg „Mér finnst platan æðisleg og er mjög ánægður með hana. Þarna er að finna allt annan tón en á síðustu plötu,“ segir Högni Egilsson, annar söngvara hljómsveitarinnar GusGus, en sveitin sendi á dögunum frá sér sína níundu hljóðversplötu sem ber titilinn Mexico. Platan er jafnframt sú fyrsta sem Högni tekur þátt í að vinna frá grunni. „Ég kom inn þegar síðasta plata var langt komin en nú var ég með frá upphafi. Það má eiginlega segja að ég hafi misst meydóminn í trommuforritun við gerð Mexico-plötunnar. Biggi sýndi mér hvernig 808-trommuheilinn virkar og fór svo út og fékk sér kaffi og snúð og á meðan varð til trommutakturinn við lagið God Application. Í kjölfarið var ég farinn að prógrammera takta og svona með Bigga og Stebba,“ útskýrir Högni. Þessi nýja og ferska plata er ólík síðustu plötu, Arabian Horse, sem kom út árið 2011. „Það má alveg segja að nýja platan sé aðeins bjartari og að taktarnir séu margir hverjir uppstokkaðri.“ Það eru þó ekki eingöngu seiðandi taktar, synthar, grípandi bassalínur og fagur söngur sem fyrirfinnst á plötunni, því fallegar strengjaútsetningar má þar einnig finna, líkt og á Arabian Horse. „Strengirnir eru útskrifaðir af mér og bróður mínum, Hrafnkeli Orra. Þetta tekur langan tíma en mér finnst frábært að hafa gott vopnabúr og geta smíðað eigin lög með skrifuðum strengjum, það gerir vinnuferlið greiðara,“ segir Högni spurður út í lagasmíðarnar. Högni fer fögrum orðum um félaga sína í GusGus og nýtur sín greinilega vel í sveitinni. „Stebbi og Biggi eru í raun tvö mismunandi framleiðsluhús ef svo mætti að orði komast. Þeir eru ólíkir og með ólíkan stíl, þeir rífast eitthvað og elskast eitthvað. Þeir eru báðir algjörir jötnar á sinn hátt,“ segir Högni spurður út í félaga sína.mexico Það má finna sumarblæ og birtu á plötuumslagi nýju plötunnar.mynd/einkasafnÁsamt Högna syngur Daníel Ágúst einnig með GusGus en hann hefur verið í GusGus frá árinu 1995. „Daníel er ljóðrænn og snjall, æðislegur textahöfundur og er til dæmis með bráðsnjallar myndlíkingar í textunum sínum. Hann er sterkur söngvari og það er frábært að vinna með honum.“ Högni segir einnig Daníel hafa mesta jafnaðargeð sem hann hafi komist í kynni við. „Einu sinni þegar við áttum að fara í flug og uppgötvuðum að vélin átti að fara í loftið eftir korter, tuttugu mínútur, þá var kallað í Daníel og hann svaraði: „Ekkert mál, ég ætla að skella mér í sturtu.“ Það var skemmtilegt,“ segir Högni og hlær. GusGus fer í tónleikaferðalag í kjölfar plötuútgáfunnar sem hefst í lok júlí í Kaupmannahöfn í Danmörku. „Við förum mjög víða, meðal annars til Póllands, Þýskalands, Rússlands, Mexíkós, Bandaríkjanna og fleiri staða. Við verðum á fullu fram að jólum,“ bætir Högni við. Næstu tónleikar GusGus á Íslandi eru þann 24. ágúst, þegar sveitin hitar upp fyrir Justin Timberlake í Kórnum. „Það er spennandi, hann er mikill performer og raunveruleg stjarna.“ Mexico hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og fékk til að mynda átta stjörnur af tíu mögulegum hjá tónlistarsíðunni The Line of Best Fit, þrjár stjörnur af fimm mögulegum hjá The Guardian og sjö stjörnur af tíu mögulegum hjá PopMatters.Plötur GusGus og útgáfuár:Polydistortion - 1997This Is Normal - 1999Gus Gus vs. T-World - 2000Attention - 2002Forever - 200724/7 - 2009Arabian Horse - 2011Mexico - 2014 GusGus er ein af þeim íslensku hljómsveitum sem hafa notið meiri vinsælda á erlendri grundu en hérlendis. Platan Arabian Horse seldist í rúmlega 6.000 eintökum hér á landi en hún kom út árið 2011. Hún er jafnframt mest selda plata sveitarinnar á Íslandi. Platan Forever, sem kom út árið 2007, seldist í um 4.000 eintökum hér á landi en í 30.000-50.000 eintökum erlendis. Platan Polydistortion (1997) seldist í um 2.500 eintökum hér á landi en milli 250.000-300.000 eintökum úti í heimi. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Mér finnst platan æðisleg og er mjög ánægður með hana. Þarna er að finna allt annan tón en á síðustu plötu,“ segir Högni Egilsson, annar söngvara hljómsveitarinnar GusGus, en sveitin sendi á dögunum frá sér sína níundu hljóðversplötu sem ber titilinn Mexico. Platan er jafnframt sú fyrsta sem Högni tekur þátt í að vinna frá grunni. „Ég kom inn þegar síðasta plata var langt komin en nú var ég með frá upphafi. Það má eiginlega segja að ég hafi misst meydóminn í trommuforritun við gerð Mexico-plötunnar. Biggi sýndi mér hvernig 808-trommuheilinn virkar og fór svo út og fékk sér kaffi og snúð og á meðan varð til trommutakturinn við lagið God Application. Í kjölfarið var ég farinn að prógrammera takta og svona með Bigga og Stebba,“ útskýrir Högni. Þessi nýja og ferska plata er ólík síðustu plötu, Arabian Horse, sem kom út árið 2011. „Það má alveg segja að nýja platan sé aðeins bjartari og að taktarnir séu margir hverjir uppstokkaðri.“ Það eru þó ekki eingöngu seiðandi taktar, synthar, grípandi bassalínur og fagur söngur sem fyrirfinnst á plötunni, því fallegar strengjaútsetningar má þar einnig finna, líkt og á Arabian Horse. „Strengirnir eru útskrifaðir af mér og bróður mínum, Hrafnkeli Orra. Þetta tekur langan tíma en mér finnst frábært að hafa gott vopnabúr og geta smíðað eigin lög með skrifuðum strengjum, það gerir vinnuferlið greiðara,“ segir Högni spurður út í lagasmíðarnar. Högni fer fögrum orðum um félaga sína í GusGus og nýtur sín greinilega vel í sveitinni. „Stebbi og Biggi eru í raun tvö mismunandi framleiðsluhús ef svo mætti að orði komast. Þeir eru ólíkir og með ólíkan stíl, þeir rífast eitthvað og elskast eitthvað. Þeir eru báðir algjörir jötnar á sinn hátt,“ segir Högni spurður út í félaga sína.mexico Það má finna sumarblæ og birtu á plötuumslagi nýju plötunnar.mynd/einkasafnÁsamt Högna syngur Daníel Ágúst einnig með GusGus en hann hefur verið í GusGus frá árinu 1995. „Daníel er ljóðrænn og snjall, æðislegur textahöfundur og er til dæmis með bráðsnjallar myndlíkingar í textunum sínum. Hann er sterkur söngvari og það er frábært að vinna með honum.“ Högni segir einnig Daníel hafa mesta jafnaðargeð sem hann hafi komist í kynni við. „Einu sinni þegar við áttum að fara í flug og uppgötvuðum að vélin átti að fara í loftið eftir korter, tuttugu mínútur, þá var kallað í Daníel og hann svaraði: „Ekkert mál, ég ætla að skella mér í sturtu.“ Það var skemmtilegt,“ segir Högni og hlær. GusGus fer í tónleikaferðalag í kjölfar plötuútgáfunnar sem hefst í lok júlí í Kaupmannahöfn í Danmörku. „Við förum mjög víða, meðal annars til Póllands, Þýskalands, Rússlands, Mexíkós, Bandaríkjanna og fleiri staða. Við verðum á fullu fram að jólum,“ bætir Högni við. Næstu tónleikar GusGus á Íslandi eru þann 24. ágúst, þegar sveitin hitar upp fyrir Justin Timberlake í Kórnum. „Það er spennandi, hann er mikill performer og raunveruleg stjarna.“ Mexico hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og fékk til að mynda átta stjörnur af tíu mögulegum hjá tónlistarsíðunni The Line of Best Fit, þrjár stjörnur af fimm mögulegum hjá The Guardian og sjö stjörnur af tíu mögulegum hjá PopMatters.Plötur GusGus og útgáfuár:Polydistortion - 1997This Is Normal - 1999Gus Gus vs. T-World - 2000Attention - 2002Forever - 200724/7 - 2009Arabian Horse - 2011Mexico - 2014 GusGus er ein af þeim íslensku hljómsveitum sem hafa notið meiri vinsælda á erlendri grundu en hérlendis. Platan Arabian Horse seldist í rúmlega 6.000 eintökum hér á landi en hún kom út árið 2011. Hún er jafnframt mest selda plata sveitarinnar á Íslandi. Platan Forever, sem kom út árið 2007, seldist í um 4.000 eintökum hér á landi en í 30.000-50.000 eintökum erlendis. Platan Polydistortion (1997) seldist í um 2.500 eintökum hér á landi en milli 250.000-300.000 eintökum úti í heimi.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira