Lítil ferðasaga Sara McMahon skrifar 24. júní 2014 08:15 Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun