Dugar lögfræðin? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur, en kaupin hafi verið ætluð til þess að auka tiltrú á bankanum, og halda uppi verði á hlutabréfum í honum; áður hafi ótal starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir ómældum kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni. Ímyndum okkur að um þessa markaðsmisnotkun mína séu til gögn. Ímyndum okkur að ég hafi harðsnúna lögmenn á mínum snærum og að þeir hafi ráðlagt mér að neita alltaf öllu, ævinlega. Svo myndi vörn þeirra snúast um að koma í veg fyrir að gögn saksóknara yrðu lögð fram í réttinum. Ég gæti sloppið. Ég gæti verið sýknaður vegna þess að lögmenn hefðu gengið svo vasklega fram í því að ónýta sóknina, ryðja burt sönnunargögnum, varpa rýrð á trúverðugleika saksóknara, jafnvel móta umræðuna í samfélaginu. Þannig virkar réttarkerfið. Og á að gera: hver og einn borgari á rétt á bestu hugsanlegri vörn snjöllustu lögfræðinga sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ónýta málflutning ákæruvaldsins. Hæstiréttur kveður upp sinn dóm að lokum og þar við situr. Eða hvað? Er leið laganna í raun og veru fullnægjandi þegar kemur að því að gera upp Hrunið hér á landi og helstu persónur og leikendur þess?Aflendingarnir Síðasta ríkisstjórn lét lögfræðinga teyma sig út í fen Landsdómsins, sem varla er hægt að lýsa öðruvísi en sem pólitískum réttarhöldum; þar sem meint mistök eða vanræksla við stjórn landsins var gerð að sakamáli í stað þess að kjósendum væri eftirlátið að kveða upp réttan dóm. Þessi málatilbúnaður skilaði engu öðru en því að sjá hinn dagfarsprúða Geir Haarde bálvondan á tröppum gamla Safnahússins, eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa trassað að boða ríkisstjórnarfundi á réttan hátt. Sem uppgjör við stjórnarhætti Geirs – og hvað þá Davíðs og Halldórs – dugði ferlið engan veginn en skaðaði uppgjörið stórkostlega. Og útrásarvíkingarnir, bankastrákarnir og fjármáladólgarnir: Hversu skelfilega sem þeir höguðu sér – allur dónaskapurinn, hrokinn, ruglið, flottræfilshátturinn, hópheimskan – þá skulum við ekki gleyma því að þessir menn hafa nú í sjö ár mátt þola útskúfun og ærumissi í samfélagi þar sem þeir hreyktu sér hátt forðum. Þjóðin hefur haft opinn syndareikning á kostnað þessara manna þar sem hægt hefur verið að skrá allt sem aflaga fór í íslensku samfélagi á Davíðsáratugnum; meðan réttara myndi kannski vera að skrifa eitthvað af því á reikning rangrar hugmyndafræði sem gerði arð að mælikvarða alls og ruglaði auðsæld saman við farsæld; í þeim skilningi voru þessir krakkar fórnarlömb skefjalausrar auðtrúar. Og eru hæddir og fyrirlitnir hvar sem því verður við komið, og erfitt að sjá að þeir eigi afturkvæmt í samfélag við aðra Íslendinga, án þess beinlínis að verða fullgildir meðlimir annarra samfélaga; fastir á sínum aflandseyjum; aflendingar. Gæti hugsast að lífið yrði þessum mönnum örlítið bærilegra ef þeir reyndu að nálgast okkur þjóðina á ný með iðrun og einlægni og löngun til að gera hreint fyrir sínum dyrum? Uppgjörið við Hrunið hefur ekki almennilega farið fram hér vegna þess að það hefur of mikið verið á forsendum lögfræðinganna. Gæti hugsast að við ættum heldur að fara leið heimspeki og siðfræði í þessu uppgjöri: hætta að tala eins og allt megi sem ekki takist að sýna fram á með óyggjandi sönnunargögnum að hafi verið rangt; heldur eigi fólk að hegða sér eftir tilteknum siðferðilegum mælikvörðum, sem við getum reynt að rifja upp sameiginlega? Og þá ekki bara með því að fara í lopapeysu og safna skeggi. Við þurfum að finna samræðugrundvöll í þessu splundraða samfélagi og hafi aflendingarnir farið í gegnum sína hundahreinsun og afeitrun væri best ef uppgjörið við þá færi fram í samræðum við þá, þó að auðvitað þurfi réttarkerfið að fá að hafa sinn gang. Nema þeir vilji bara húka á sínum aflandseyjum og hringla með skartgripina sína.Já en … Ímyndum okkur að ég hafi rænt banka en sönnunargögnin kæmu ekki fyrir dóminn vegna hugkvæmni verjenda minna og ég yrði sýknaður. Væri ég saklaus? Væri sýkna mín í skilningi laganna nægileg? Einhlít? Gallinn er þessi: Snúist vörnin ekki um að sýna fram á að ég hafi ekki rænt bankann heldur um hitt: að ekki megi leggja fram sönnunargögnin um ránskapinn – þá er nafn mitt ekki hreinsað af grun um ránskapinn. Það leiðir af sjálfu sér. Andrúmsloftið hefur ekki verið hreinsað. Í loftinu liggur þetta óþægilega: „Já en…“. Og andrúmsloftið verður ekki hreinsað nema með tvennu móti: Annaðhvort með því að sýna fram á að ég hafi ekki framið ránið eða með hinu: að ég komi hreint fram, leggi spilin á borðið, tali af iðrun og einlægni og biðji um nýtt tækifæri til þess að leita gæfunnar og farsældar fremur en auðsældar. Reynslan kennir okkur að þeim sem þannig kemur fram er fyrirgefningin auðsótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur, en kaupin hafi verið ætluð til þess að auka tiltrú á bankanum, og halda uppi verði á hlutabréfum í honum; áður hafi ótal starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir ómældum kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni. Ímyndum okkur að um þessa markaðsmisnotkun mína séu til gögn. Ímyndum okkur að ég hafi harðsnúna lögmenn á mínum snærum og að þeir hafi ráðlagt mér að neita alltaf öllu, ævinlega. Svo myndi vörn þeirra snúast um að koma í veg fyrir að gögn saksóknara yrðu lögð fram í réttinum. Ég gæti sloppið. Ég gæti verið sýknaður vegna þess að lögmenn hefðu gengið svo vasklega fram í því að ónýta sóknina, ryðja burt sönnunargögnum, varpa rýrð á trúverðugleika saksóknara, jafnvel móta umræðuna í samfélaginu. Þannig virkar réttarkerfið. Og á að gera: hver og einn borgari á rétt á bestu hugsanlegri vörn snjöllustu lögfræðinga sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ónýta málflutning ákæruvaldsins. Hæstiréttur kveður upp sinn dóm að lokum og þar við situr. Eða hvað? Er leið laganna í raun og veru fullnægjandi þegar kemur að því að gera upp Hrunið hér á landi og helstu persónur og leikendur þess?Aflendingarnir Síðasta ríkisstjórn lét lögfræðinga teyma sig út í fen Landsdómsins, sem varla er hægt að lýsa öðruvísi en sem pólitískum réttarhöldum; þar sem meint mistök eða vanræksla við stjórn landsins var gerð að sakamáli í stað þess að kjósendum væri eftirlátið að kveða upp réttan dóm. Þessi málatilbúnaður skilaði engu öðru en því að sjá hinn dagfarsprúða Geir Haarde bálvondan á tröppum gamla Safnahússins, eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa trassað að boða ríkisstjórnarfundi á réttan hátt. Sem uppgjör við stjórnarhætti Geirs – og hvað þá Davíðs og Halldórs – dugði ferlið engan veginn en skaðaði uppgjörið stórkostlega. Og útrásarvíkingarnir, bankastrákarnir og fjármáladólgarnir: Hversu skelfilega sem þeir höguðu sér – allur dónaskapurinn, hrokinn, ruglið, flottræfilshátturinn, hópheimskan – þá skulum við ekki gleyma því að þessir menn hafa nú í sjö ár mátt þola útskúfun og ærumissi í samfélagi þar sem þeir hreyktu sér hátt forðum. Þjóðin hefur haft opinn syndareikning á kostnað þessara manna þar sem hægt hefur verið að skrá allt sem aflaga fór í íslensku samfélagi á Davíðsáratugnum; meðan réttara myndi kannski vera að skrifa eitthvað af því á reikning rangrar hugmyndafræði sem gerði arð að mælikvarða alls og ruglaði auðsæld saman við farsæld; í þeim skilningi voru þessir krakkar fórnarlömb skefjalausrar auðtrúar. Og eru hæddir og fyrirlitnir hvar sem því verður við komið, og erfitt að sjá að þeir eigi afturkvæmt í samfélag við aðra Íslendinga, án þess beinlínis að verða fullgildir meðlimir annarra samfélaga; fastir á sínum aflandseyjum; aflendingar. Gæti hugsast að lífið yrði þessum mönnum örlítið bærilegra ef þeir reyndu að nálgast okkur þjóðina á ný með iðrun og einlægni og löngun til að gera hreint fyrir sínum dyrum? Uppgjörið við Hrunið hefur ekki almennilega farið fram hér vegna þess að það hefur of mikið verið á forsendum lögfræðinganna. Gæti hugsast að við ættum heldur að fara leið heimspeki og siðfræði í þessu uppgjöri: hætta að tala eins og allt megi sem ekki takist að sýna fram á með óyggjandi sönnunargögnum að hafi verið rangt; heldur eigi fólk að hegða sér eftir tilteknum siðferðilegum mælikvörðum, sem við getum reynt að rifja upp sameiginlega? Og þá ekki bara með því að fara í lopapeysu og safna skeggi. Við þurfum að finna samræðugrundvöll í þessu splundraða samfélagi og hafi aflendingarnir farið í gegnum sína hundahreinsun og afeitrun væri best ef uppgjörið við þá færi fram í samræðum við þá, þó að auðvitað þurfi réttarkerfið að fá að hafa sinn gang. Nema þeir vilji bara húka á sínum aflandseyjum og hringla með skartgripina sína.Já en … Ímyndum okkur að ég hafi rænt banka en sönnunargögnin kæmu ekki fyrir dóminn vegna hugkvæmni verjenda minna og ég yrði sýknaður. Væri ég saklaus? Væri sýkna mín í skilningi laganna nægileg? Einhlít? Gallinn er þessi: Snúist vörnin ekki um að sýna fram á að ég hafi ekki rænt bankann heldur um hitt: að ekki megi leggja fram sönnunargögnin um ránskapinn – þá er nafn mitt ekki hreinsað af grun um ránskapinn. Það leiðir af sjálfu sér. Andrúmsloftið hefur ekki verið hreinsað. Í loftinu liggur þetta óþægilega: „Já en…“. Og andrúmsloftið verður ekki hreinsað nema með tvennu móti: Annaðhvort með því að sýna fram á að ég hafi ekki framið ránið eða með hinu: að ég komi hreint fram, leggi spilin á borðið, tali af iðrun og einlægni og biðji um nýtt tækifæri til þess að leita gæfunnar og farsældar fremur en auðsældar. Reynslan kennir okkur að þeim sem þannig kemur fram er fyrirgefningin auðsótt.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun