Amma og mamma fallegar fyrirmyndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 14:30 "Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um músina aðgengilegt á öðrum tungumálum,“ segir Hallfríður. Fréttablaðið/GVA „Þrátt fyrir að Maxímús hafi oft fengið fallegt hrós þá finnst mér þetta vera æðsta viðurkenning frá íslensku þjóðinni sem ég og verkefnið mitt getum fengið og þykir afar vænt um hana.“ Þetta segir Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður sem var sæmd riddarakrossi á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks. Maxímús Músikús er hennar hugarsmíð og nú hefur hún gefið út fjórar bækur um þá tónelsku mús. Þær eru alþekktar á meðal íslenskra barna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Maxa-tónleikar verið haldnir víðs vegar, nú síðast í Stokkhólmi þar sem Konunglega fílharmónían flutti Maxímúsar-dagskrá fyrir þúsundir sænskra barna.Hallfríður er þriðja konan í beinan kvenlegg til að bera orðuna, hún segir ríkt í þeim öllum að fræða og hjálpa. „Amma mín, Þóra Jónsdóttir, vann öflugt barnastarf í gegnum bindindishreyfinguna á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Setti upp leikrit með börnunum, samdi þau jafnvel sjálf og bjó til búningana. Móðir mín, Stefanía María Pétursdóttir, hefur starfað að þjóðþrifamálum í gegnum kvenfélögin og var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands,“ lýsir Hallfríður og bætir við. „Þær eru báðar fallegar og ósérhlífnar fyrirmyndir fyrir mig.“ En hvað er að frétta af músinni? „Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um hana aðgengilegt á öðrum tungumálum. Fyrsta sagan er tilbúin á nokkrum málum og var flutt víða á síðasta vetri. Nú liggur fyrir beiðni um að gera tónleikahandrit að bók númer tvö á þýsku og sænsku. Þriðja bókin er tilbúin og var flutt af Berlínarfílharmóníunni. Svo er fjórða bókin eftir. Í kringum hverja sögu er sem sagt dálítill snjóbolti. Einnig erum við að vinna að þrautum, púslum og spilum sem eiga að gleðja börnin.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þrátt fyrir að Maxímús hafi oft fengið fallegt hrós þá finnst mér þetta vera æðsta viðurkenning frá íslensku þjóðinni sem ég og verkefnið mitt getum fengið og þykir afar vænt um hana.“ Þetta segir Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður sem var sæmd riddarakrossi á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks. Maxímús Músikús er hennar hugarsmíð og nú hefur hún gefið út fjórar bækur um þá tónelsku mús. Þær eru alþekktar á meðal íslenskra barna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Maxa-tónleikar verið haldnir víðs vegar, nú síðast í Stokkhólmi þar sem Konunglega fílharmónían flutti Maxímúsar-dagskrá fyrir þúsundir sænskra barna.Hallfríður er þriðja konan í beinan kvenlegg til að bera orðuna, hún segir ríkt í þeim öllum að fræða og hjálpa. „Amma mín, Þóra Jónsdóttir, vann öflugt barnastarf í gegnum bindindishreyfinguna á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Setti upp leikrit með börnunum, samdi þau jafnvel sjálf og bjó til búningana. Móðir mín, Stefanía María Pétursdóttir, hefur starfað að þjóðþrifamálum í gegnum kvenfélögin og var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands,“ lýsir Hallfríður og bætir við. „Þær eru báðar fallegar og ósérhlífnar fyrirmyndir fyrir mig.“ En hvað er að frétta af músinni? „Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um hana aðgengilegt á öðrum tungumálum. Fyrsta sagan er tilbúin á nokkrum málum og var flutt víða á síðasta vetri. Nú liggur fyrir beiðni um að gera tónleikahandrit að bók númer tvö á þýsku og sænsku. Þriðja bókin er tilbúin og var flutt af Berlínarfílharmóníunni. Svo er fjórða bókin eftir. Í kringum hverja sögu er sem sagt dálítill snjóbolti. Einnig erum við að vinna að þrautum, púslum og spilum sem eiga að gleðja börnin.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira