Á kvikmyndavikunni verða þeir kvikmyndagerðarmenn heiðraðir sem hafa lagt hönd á plóginn í gerð hasarmynda í gegnum tíðina. Sérstök nefnd safnar saman hasarmyndum víðs vegar að úr heiminum og getur almenningur valið um hvaða myndir verða sýndar á hátíðinni. Þá verður einnig boðið upp á fyrirlestra þar sem farið er í saumana á tækninni sem notuð er til að búa til góða hasarmynd.
Jackie er nýkominn úr tökum á kvikmyndinni Dragon Blade en á meðal annarra leikara í myndinni eru John Cusack og Adrien Brody.