Sjávarfang, þúfa, sólarkísill Hjálmar Sveinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun