Sjávarfang, þúfa, sólarkísill Hjálmar Sveinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna.Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamaðurinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningarlegi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér innblástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verðmæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföngum, þjónustu og vörum fyrir sjávarútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina.Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrirtækjum, stórum togurum, hátæknivæddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snúast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtækið mótaði sér heildstæða umhverfisstefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga.Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengunarstaðlar væru í takt við alþjóðlega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrslan sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundartanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brennisteins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu forsvarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmengun frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skapar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverfisstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrirtækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun