Samstarf til vinstri Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Vinstrihreyfingin – grænt framboð getur að mörgu leyti vel við unað eftir sveitarstjórnarkosningar þar sem hreyfingin stóð vörð um árangur sinn frá 2010 og bauð fram víða um land, bæði undir eigin nafni en einnig með formlegri og óformlegri þátttöku í sameiginlegum framboðum. Hins vegar tel ég ríka ástæðu á næstu misserum til að velta fyrir sér inntaki stefnu okkar. Hana tel ég eiga brýnna erindi en nokkru sinni fyrr á nýrri öld þar sem ójöfnuður og loftslagsbreytingar verða líklega stærstu viðfangsefnin og svörin geta ekki verið önnur en réttlæti og sjálfbærni. Miklu skiptir líka hvernig fólk sem telur sig til félagshyggjufólks velur að vinna í stjórnmálunum og því er ástæða til að óska Reykvíkingum til hamingju með nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Þar sameinast frjálslynt og félagshyggjusinnað fólk með breiða skírskotun og sterkt umboð kjósenda. Hver flokkur hefur að sjálfsögðu sína sérstöðu en um margt erum við sammála. Þar má nefna húsnæðismálin og áform nýs meirihluta um að byggja upp leiguhúsnæði. Þá skiptir miklu máli að nýr meirihluti tekur skýra afstöðu með fjölmenningu og gegn útlendingaandúð sem virðist því miður vera að skjóta rótum hér á landi.Í átt að gjaldfrelsi Það er líka ánægjulegt að sjá að nýr meirihluti í Reykjavík mun stíga fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leikskóla með lækkun leikskólagjalda. Það er mál sem við Vinstri græn settum á dagskrá í kosningabaráttunni – og ágætt dæmi um þá sókn sem við viljum hefja í velferðar- og menntamálum á næstu árum. Nýr meirihluti hefur líka áform um aukið íbúalýðræði sem eru spennandi en vonandi verða líka tekin stór skref til að virkja fólk til þátttöku í þeim lýðræðislegu ferlum sem eru nú þegar til staðar. Þar sem við Vinstri–græn tökum þátt í meirihlutasamstarfi skiptir miklu að við leggjum inn sjónarmið réttlætis og sjálfbærni og það munum við gera í öllu okkar starfi í sveitarstjórnum, óháð því hverjum við vinnum með í meirihluta og raunar óháð meirihluta og minnihluta. Sérstök ástæða er til að fagna þegar félagshyggjuöfl ná saman um slík málefni því það gefur tilefni til bjartsýni varðandi frekari samvinnu vinstrimanna á öðrum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstrihreyfingin – grænt framboð getur að mörgu leyti vel við unað eftir sveitarstjórnarkosningar þar sem hreyfingin stóð vörð um árangur sinn frá 2010 og bauð fram víða um land, bæði undir eigin nafni en einnig með formlegri og óformlegri þátttöku í sameiginlegum framboðum. Hins vegar tel ég ríka ástæðu á næstu misserum til að velta fyrir sér inntaki stefnu okkar. Hana tel ég eiga brýnna erindi en nokkru sinni fyrr á nýrri öld þar sem ójöfnuður og loftslagsbreytingar verða líklega stærstu viðfangsefnin og svörin geta ekki verið önnur en réttlæti og sjálfbærni. Miklu skiptir líka hvernig fólk sem telur sig til félagshyggjufólks velur að vinna í stjórnmálunum og því er ástæða til að óska Reykvíkingum til hamingju með nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Þar sameinast frjálslynt og félagshyggjusinnað fólk með breiða skírskotun og sterkt umboð kjósenda. Hver flokkur hefur að sjálfsögðu sína sérstöðu en um margt erum við sammála. Þar má nefna húsnæðismálin og áform nýs meirihluta um að byggja upp leiguhúsnæði. Þá skiptir miklu máli að nýr meirihluti tekur skýra afstöðu með fjölmenningu og gegn útlendingaandúð sem virðist því miður vera að skjóta rótum hér á landi.Í átt að gjaldfrelsi Það er líka ánægjulegt að sjá að nýr meirihluti í Reykjavík mun stíga fyrstu skrefin í átt að gjaldfrjálsum leikskóla með lækkun leikskólagjalda. Það er mál sem við Vinstri græn settum á dagskrá í kosningabaráttunni – og ágætt dæmi um þá sókn sem við viljum hefja í velferðar- og menntamálum á næstu árum. Nýr meirihluti hefur líka áform um aukið íbúalýðræði sem eru spennandi en vonandi verða líka tekin stór skref til að virkja fólk til þátttöku í þeim lýðræðislegu ferlum sem eru nú þegar til staðar. Þar sem við Vinstri–græn tökum þátt í meirihlutasamstarfi skiptir miklu að við leggjum inn sjónarmið réttlætis og sjálfbærni og það munum við gera í öllu okkar starfi í sveitarstjórnum, óháð því hverjum við vinnum með í meirihluta og raunar óháð meirihluta og minnihluta. Sérstök ástæða er til að fagna þegar félagshyggjuöfl ná saman um slík málefni því það gefur tilefni til bjartsýni varðandi frekari samvinnu vinstrimanna á öðrum vettvangi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun