Opnar sýningu um afa sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2014 10:30 Þorgerður Þórhallsdóttir "Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt.“ Vísir/GVA Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Uppistaðan er vídeó sem ég fann heima hjá ömmu og er upptaka af afa mínum, Gísla Magnússyni píanóleikara, að æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér,“ segir Þorgerður Þórhallsdóttir um sýningu sína Nobody will ever die sem opnuð verður í Kunstschlager á morgun. „Hann hafði tekið þetta upp fyrir sjálfan sig og ekki ætlað neinum að sjá.“ Æfing Gísla var undirbúningur fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru í Háskólabíói 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður vinnur með þessa vídeóupptöku sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Vídeóverkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, „Liebestraum“, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. „Þá klippti ég risið út úr tónverkinu þannig að eftir stendur endurtekið stef úr Liebestraum, aftur og aftur.“ Þorgerður hefur einbeitt sér að vinnslu vídeóverka en segir vinnslu lokaverkefnisins í fyrra hafa valdið því að hana hafi farið að langa til að vinna meira með tónlist. Hún lærði sjálf á klarinett í mörg ár. „Afi hvatti mig eindregið til að læra ekki á píanó því það væri svo einmanalegt,“ segir hún. „Það væri svo miklu skemmtilegra að spila í hljómsveit með öðrum.“ Þorgerður var tólf ára þegar afi hennar dó árið 2001 og hún segir dauða hans hafa haft mikil áhrif á sig. „Hann var að vissu leyti besti vinur minn,“ segir hún. „Ég var mjög mikið hjá afa og ömmu sem barn og hann kenndi mér svo margt.“ Hún segir vel koma til greina að halda áfram að vinna með upptökur afa síns. „Mig langar til þess. Það eru til rosalega margar upptökur með honum sem gaman væri að vinna með. Ég er að fara í mastersnám í Malmö í haust og í umsókninni lagði ég útskriftarverkefnið fram. Þeim fannst þetta mjög áhugavert og vildu sjá meira, þannig að ég á örugglega eftir að gera eitthvað í framhaldinu.“ Sýningin Nobody will ever die verður opnuð í Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 klukkan 17 á morgun.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira