Cara hannar fimmtán flíkur fyrir merkið og kemur línan í verslanir í nóvember. Má búast við því að línan endurspegli stíl fyrirsætunnar sem er afar afslappaður.
Stuttu eftir að Cara tilkynnti þetta á Instagram setti hún mynd af sér haldandi á skilti sem á stóð: #CaraWantsYou eða #CaraVillÞig. Hún vill nefnilega fá venjulegar stúlkur til að sýna línuna sína og geta þeir sem hafa áhuga á að sitja fyrir fyrir Cöru sett sína bestu selfie-mynd á Instagram með kassmerkjunum #CaraWantsYou og #Cara4DKNY. En þið verðið að hafa hraðar hendur því umsóknarfresturinn rennur út í lok mánudags.
