Lengst útí rassgati festival Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júní 2014 14:00 „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð,“ segir Ólöf Dómhildur. Mynd/Ágúst G. Atlason „Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira