Tónlist

Gáfu óvænt út plötu með Björk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hip hop-hljómsveitin Death Grips gaf óvænt út plötuna Niggas on the Moon um helgina.

Sveitin er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir og kom platan flestum aðdáendum hennar í opna skjöldu.

Platan er þrjátíu mínútur að lengd og inniheldur átta lög. Death Grips vann með íslensku söngkonunni Björk Guðmundsdóttur að plötunni og kemur hún við sögu á öllum átta lögunum.

Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að Niggas on the Moon sé fyrri helmingur tvöföldu plötunnar The Powers That B sem er væntanleg seinna á árinu en seinni helmingurinn heitir Jenny Death.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×