Fitubollurnar Teitur Guðmundsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo!
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun