Geggjað teymi tilnefnt til Grímuverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 10:30 Arnór og Óli eru nú á ferðalagi um Noreg með sýninguna. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“ Gríman Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
„Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“
Gríman Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira