Að næra ótta Árni Páll Árnason skrifar 5. júní 2014 07:00 Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun