Yfirvöld koma í veg fyrir að ungt fólk flytji að heiman Ingvar S. Birgisson skrifar 2. júní 2014 10:39 Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun