Safnar fyrir námi með tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 15:00 Þetta verða klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá,“ segir Ágústa Dómhildur. Fréttablaðið/GVA „Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira