Griðastaðurinn Reykjavík S. Björn Blöndal skrifar 31. maí 2014 07:00 Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun